Auglýsing

„Built to Last“ feat. BETA

Fréttir

Lagið Built to Last sem rapparinn Cell7 samdi í samstarfi við Elísabetu Eyþórsdóttur er að finna á plötunni Is Anybody Listening? sem kom út fyrr á þessu ári. Í dag (24. maí) frumsýndi Cell7 myndband við lagið (sjá hér að ofan). 

Í tilkynningu sem fylgdi útgáfu myndbandsins á Facebook þakkaði Cell7 samstarfsfólki sínu kærlega fyrir aðstoðina, en fjölmargt fagfólk lagði hönd á plóg við gerð myndbandsins: 

„Hæ, ég var að gefa út myndband við ‘Built to Last’ ft. Beta. Ég nýt þeirra forrétinda að vinna með þessu hæfileikaríku fólki: Ugla Hauks (leikstjórn), Markús Englmair (kvikmyndataka), Lilja Baldurs (klipping), Helgi Fonetik (taktsmíð), Eyþór Ingi (hljóðblöndun), Brynja Pétursdóttir (dans), Manatsu Tanaka (dansari), Diedre Graham (dansari) og Hanna Fonder (dansari). Takk fyrir mig, elsku allir.“

– Ragna Kjartansdóttir (Cell7)

SKE settist einmitt niður með Cell7 í byrjun apríl og forvitnaðist um tilurð og titil plötunnar (sjá hlekk hér að neðan). 

Nánar: https://ske.is/grein/er-einhver-ad-hlusta-ske-spjallar-vid-cell7

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing