Fyrir stuttu var Candace Payne bara Candace Payne, glaðlynd tveggja-barna móðir frá Texas: ósýnilegur depill á ratsjá frægðarinnar. En svo kom gríman. Hláturinn. Myndbandið. Viðurnefnið – „Chewbacca mamman.“
Og nú, þegar 155 milljónir manna hafa horft á myndbandið og þrjár milljónir deilt því, hlær hún alla leið í bankann, í bankanum, með Chewbacca grímuna á andlitinu – eins og loðinn Ray Liotta í Goodfellas.
Hér er listi yfir þær gjafir sem hún hefur þegið frá því í maí, ásamt andvirði þeirra, en listinn gengur nú fréttamiðlanna á milli:
Gjafir frá Kohl’s: $3,000
Ferðalög og heimsóknir í spjallþætti: $7,500
Walt Disney World frí: $7,500
Fan Expo Dallas VIP meðferð: $2,000
Námsstyrkur frá Southeastern University í Flórída: $400,000
Það er nokkuð ljóst að hin ýmsustu fyrirtæki og stofnanir sjá hag sinn í því að vera tengd Chewbacca mömmunni (upphæðin nemur yfir 50 milljónir íslenskra króna.)
Það borgar sig víst að vera frægur.