17. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðið laugardagskvöld. Gestir þáttarins voru þeir Alexander Jarl, sem flutti þrjú lög í beinni, og plötusnúðurinn geðþekki DJ Kocoon en hinn síðarnefndi sá um Klub Kronik lið þáttarins þar sem hann þeytti skífum i tæpan hálftíma líkt og að hann væri í klúbbnum (hægt er að hlýða á DJ Kocoon í Klub Kronik hér fyrir ofan).
Næsti þáttur Kronik fer í loftið laugardaginn 8. apríl á X-inu 977 á milli 17:00 og 19:00. Gestir þáttarins verða Landaboi$ og DJ Karítas.