DJ Snorri Ástráðs mælir með fimm góðum lögum

Auglýsing

Nýverið kíkti plötusnúðurinn Snorri Ástráðsson í hljóðver SKE en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni DJ vikunnar þar sem nýr plötusnúður lítur við í hljóðverið í hverri viku, svarar nokkrum viðeigandi spurningum og mælir með fimm góðum lögum.

Ásamt því að mæla með lögum eftir íslenska listamenn á borð við Birnir og Joey Christ hrósaði DJ Snorri Ástráðs einnig laginu Coke Diet (House Remix) sem rapparinn JóiPé hafði áður mælt með:

„Ég ætla að gefa JóaPé þetta, hann mælti með lagi í gær … Coke Gang (House Remix), heitir það víst. Svakalega fyndið House Remix af einhverju lagi sem hann sendi mér í gær. Ég ætla setja það í fimmta sæti.“

– DJ Snorri Ástráðs

Um ræðir í raun endurhljóðblandaða útgáfu af endurhljóðblandaðri útgáfu af laginu Everyone Nose eftir hljómsveitina N.E.R.D. (upprunalega „remix-ið“ skartaði röppurunum Kanye West, Lupe Fiasco og Pusha T). 

Auglýsing

Hér fyrir neðan eru svo upprunalega lagið, endurhljóðblandaða útgáfan og „House remix-ið“ svokallaða.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram