„Ég kann ekkert að drift-a.“​ – SKE fer á rúntinn með Hugin

Auglýsing

Í bílnum

Nýverið fór SKE á rúntinn með tónlistarmanninum Hugin en rúnturinn var liður í nýrri myndbandsseríu SKE sem ber titilinn Í bílnum (sjá hér fyrir ofan).

Fyrir þá sem ekki þekkja til Hugins þá gaf hann út myndband við lagið Eini Strákur í fyrradag (16. október). Lagið pródúseraði Whyrun og skartar rapparanum Helga Sæmundi úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur.

Auglýsing

Líkt og fram kom í viðtalinu hefur tónlistarmaðurinn lent í tveimur bílslysum á ævinni. Í fyrra skiptið var hann að „drift-a“ á Cherokee jeppa með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á litlum steyptum veggi – en sem betur fer er Huginn hættur þesskonar sýndarmennsku í dag.

„Ég kann ekkert að drift-a!“

– Huginn

Hér fyrir neðan er svo myndband Hugins við lagið Gefðu mér einn sem kom út fyrr á árinu. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram