Elísabet Eyþórsdóttir: „Do It on My Own“—pirringskast kveikjan að laginu

Þann 25. júlí síðastliðinn gaf söngkonan BETA, sem heitir réttu nafni Elísabet Eyþórsdóttir (Sísý Ey), út sitt fyrsta sólólag (sjá hér að neðan). Lagið ber titilinn Do It On My Own en að sögn söngkonunnar varð lagið til í hálfgerðu pirringskasti; er Elísabet pirraði sig á því að „hún þyrfti alltaf að vera efast um hvernig (hún) ætti að gera hlutina og hvort (hún) hefði það sem þyrfti til þess að gera þetta sjálf o.s.frv,“ kom textinn til hennar:

I’m going to do it on my own /
I don’t need no one to tell me what to do /

Ef eitthvað er að marka tilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins á Facebook kom stórskotalið tónlistarmanna að gerð lagsins, en í tilkynningunni (sem áhugasamir geta lesið hér að neðan) þakkar Elísabet meðal annars móður sinni, Elleni Kristjánsdóttur; Andra Ólafssyni og Magnúsi Trygvasyni Eliassen (Moses Hightower); systur sinni, Elínu Eyþórsdóttur; og Ásgeiri Trausta (meðal annars):

Hér er svo lagið sjálft.

Hér fyrir neðan geta áhugasamir séð heimsókn BETU í hljóðver SKE þar sem hún flutti lagið Summertime bít eftir Jay Dilla heitinn.

https://ske.is/grein/beta-ey-sisy-ey-flytur-summertime-yfir-dilla-bit-myndband

Auglýsing

læk

Instagram