Ella Mai: „Boo’d Up“—​​Lag sumarsins

Það virðist sem svo að margir séu á því að lagið Boo’d Up eftir bresku söngkonuna Ella Mai (sjá hér að ofan) sé lag sumarsins (tímaritið Rolling Stone þar með talið). Í þessum rituðu orðum hafa notendur Spotify hlýtt á lagið rúmlega 40 milljón sinnum og hefur myndbandið verið skoðað rúmlega 117 milljón sinnum a Youtube.

Rolling Stone: https://www.rollingstone.com/m…

Fyrir þá sem þekkja sögu lagsins kann þessi staðhæfing, sumsé að Boo’d Up sé lag sumarsins, að hljóma furðulega—svona í ljósi þess að lagið kom fyrst út í febrúar í fyrra  (2017) og er að finna á EP plötunni Ready

Í raun má segja að lagið eigi sér enn lengri sögu: Bandaríski lagahöfundurinn Joelle James samdi Boo’d Up árið 2014 en gaf Ella Mai lagið vegna þess að James fannst lagið henta henni fullkomlega.

Wikipedia: https://en.wikipedia.org/wiki/…

Þrátt fyrir þá staðreynd að lagið sé tæknilega fjögurra ára gamalt varð það ekki vinsælt fyrr en um vorið 2018. Í nýlegu viðtali við útvarpsstöðina Hot 97 rekur Ella Mai sögu lagsins (sjá hér að neðan). 

Eins og fram kemur í viðtalinu á bandaríski plötusnúðurinn Big Ron heiðurinn að vinsældum lagsins: Big Ron spilaði lagið í næturklúbbi í San Francisco („The Bay Area“) og þá aðeins til þess að verða við beiðni ónefnds karlmanns—án þess þó að hafa heyrt lagið sjálfur („það er eins gott að þetta sé gott!“). Í kjölfar viðbragða hlustenda fór boltinn að rúlla (Ron hafði einnig samband við plötufyrirtæki Ella Mai og grennslaðist fyrir um lagið sem og listakonuna).

Það er einhver molla í Boo’d Up: Það er í senn kynþokkafullt, kveldlegt og minnir helst á gullöld ritmablússins á tíunda áratugnum. Einnig má segja, eins og blaðamaður Rolling Stone, Elias Leight, vill meina, að lagið búi yfir öllum helstu einkennum góðs sumarlags: Vinsælt lag með sumarlegu viðlagi og sjóðheitu bíti sem skapar ákveðinn fíling—þar sem strendur og grill eru til umfjöllunnar í texta lagsins. 

Til marks um ágæti lagsins er við hæfi að deila brot af þeim endurhljóðblönduðu útgáfum lagsins („remixes“) sem tónlistarfólk hefur deilt með hlustendum upp á síðkastið. SKE tók saman það helsta. 

#1 Fabolous — Boo’d Up (Remix)

#2 Biggie Smalls & Tupac — Boo’d Up (Remix)

#3 Nicki Minaj & Quavo — Boo’d Up (Remix)

#4 Sonta — Screwed Up (Boo’d Up (Remix)

#5 Vedo — Boo’d Up (Remix)

#6 Plies — Boo’d Up (Remix)

#7 Fetty Wap — Boo’d Up (Remix)

Auglýsing

læk

Instagram