Elli Grill gefur út sína fyrstu sólóplötu: Þykk Fitan Vol. 5

Íslenskt

Í dag (2. júní) sendi rapparinn Elli Grill frá sér hljóðversplötuna Þykk Fitan Vol. 5 á Spotify. Platan inniheldur 12 lög og þar á meðal lagið Skidagrimu Tommi  en myndband við lagið kom út síðastliðinn 23. maí (sjá neðst). Platan var tekin upp í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem Elli Grill dvaldi um skeið, nánar tiltekið í borginni Memphis í Tennessee. Platan skartar góðum gestum á borð við Alviu, Prins Puffin, Kött Grá Pje og Úlf Úlf.

Auglýsing

Þess má einnig geta að Elli Grill var gestur útvarpsþáttarins Kronik þegar þátturinn var útvarpaður beint frá tónlistarhátíðinni Sónar í Hörpunni fyrr á árinu. Í viðtali við Róbert Aron, sem sjá má hér fyrir neðan, segist Elli Grill telja það líklegt að platan muni vera gefin út 11. mars – en augljóslega var einhver smá seinkun þar á (sjá hér fyrir neðan). 

Á morgun (laugardaginn 3. júní) fagnar Elli Grill svo útgáfu plötunnar með svokölluðu hlustunarpartíi í Lucky Records. Lagið Skíðagrímu Tommi verður til sölu á 7“ vínyl í takmörkuðu upplagi og ásamt því að spila nýju plötuna fyrir gesti ætlar Elli Grill einnig að grípa í mækinn. Ölgerðin býður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir.

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing