Auglýsing

Endurskapaði senur úr kvikmyndum sem teknar voru á Íslandi

Youtube notandinn Bryan Evans sendi frá sér ofangreint myndband í gær þar sem hann endurskapar frægar senur úr Hollywood kvikmyndum sem teknar voru upp á Íslandi.

Ekki liggur fyrir hvers vegna Evans ákvað að ráðast í þetta verkefni en verður þetta að teljast ansi áhugavert myndband engu að síður (svolítið sýrt líka).

Hér er listi af kvikmyndunum sem koma fram í myndbandinu í réttri röð.

1. Batman Begins (2005) – Fyrir framan Svínafellsjökull
2. Oblivion (2013) – Hrossaborg
3. Interstellar (2014) – Falljökull glacier (ekki sá sami og í myndinni)
4. Prometheus (2012) – Dettifoss
5. The Secret Life of Walter Mitty (2013) – Stykkishólmur

Samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu Evans heimsótti hann Ísland í sumar:

„Við fórum til Íslands og það var stórkostlegt. Við tókum svo margar myndir og við höfum enn ekki náð að sortera þær allar. Þangað til að við komumst yfir þetta allt saman þá langar mér að deila með ykkur fjögurra mínúta löngu myndbandi sem fangar ferðina ágætlega!

– Bryan Evans

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing