„Erum að vinna í rosalegu verkefni“—SKE spjallar við Adam Thor Murtomaa (regn.)

Viðtöl

SKE: Svona okkar á milli, fer það ekki á milli mála, að undirritaður verði á milli Klapparstígs og Frakkastígs, á milli jóla og nýárs, þar sem hljómsveitin regn. stígur á stokká milli rapparans Bróður BIG og taktsmiðsins Intr0Beatzá milli átta og tíu. Um er að ræða sérstaka jólatónleika á skemmtistaðnum Bravó, þann 27. desember, þar sem andi gamla skólans kemur til með að svífa yfir vötnum. Í anda jólanna er, að sjálfsögðu, frítt inn. Í tilefni væntanlegra tónleika hafði SKE samband við taktsmiðinn og tónlistarmanninn Adam Thor Murtomaa, betur þekktur sem Ómblíðurhinn helming tvíeykisins regn.og forvitnaðist um lífið og tilveruna. Líkt og fram kemur í viðtalinu vinnur regn. nú að sinni fyrstu hljóðversplötu. Gjörið svo vel. 

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Adam Thor Murtomaa
Ljósmynd: Óðinn Dagur Bjarnason

SKE: Já, góðan daginn. Hvað segirðu þá?

Adam Thor Murtomaa: Ég segi bara mjög gott. Var einmitt að klára fyrstu önnina í hljóðtækni hérna úti í Stokkhólmi í dag og er að pakka fyrir flugið heim.

SKE: Hvernig gekk á Airwaves?

Það gekk bara mjög vel. Það var frábær tilfinning að fá að spila á Airwaves, verandi svona ungt band.

SKE: Hvenær mega aðdáendur regns. búast við nýrri tónlist?

Við erum að vinna í rosalegu verkefni. Nýtt sound og mikið efni. Það er ekki kominn útgáfudagur enn, en við erum að miða við næsta sumar.

SKE: Þið spilið einmitt á tónleikum næstkomandi 27. desember. Í tilefni þess—og í ljósi þess að við duttum nýverið inn á Soundcloud-síðu sudo., sem er þitt alter ego, svo að maður sletti aðeins—smíðuðum við eina spurningu fyrir hvert lag sem þar er að finna: 

Sippin: Hvað er í glasinuog er það hálf fullt eða hálf tómt?

Hálf fullt glas af Henny í kók.

Summertime: Hvað stóð upp úr, síðasta sumar?

Allir tónleikarnir sem að við spiluðum á. 

WE LIVE LIKE SOPRANOS: Uppáhalds sjónvarpssería?

The Office (bandaríska útgáfan) eða fyrsta sería True Detective. Erfitt að gera upp á milli.

Sweatin: Takturinn geymir sampl frá Biggie Smalls. Ef þú gætir starfað með hvaða rappara sem er, lífs eða liðinn?

Phife Dawg úr Tribe (A Tribe Called Quest). Klárt mál. Hvíl í friði.

Burnt: Hvað brennur á þér um þessar mundir?

Ég veit það ekki. Margt og mikið—en á sama tíma ekki neitt. 

Killed yo ass in the mist: Lagið hefur fengið góðar viðtökur. Hvernig viðtökum býstu við á tónleikunum á milli jóla og nýárs?

Ég er frekar vongóður. Við erum mjög spenntir fyrir þessu. Geggjað að fá að deila sviðinu með þessum frábæru tónlistarmönnum: Intr0beatz og Bróður BIG.

For mac: Mikil eftirsjá er að rapparanum sáluga, Mac Miller. Uppáhalds lag með Miller og hvers vegna?

Hvert eitt og einasta lag af nýjustu, og síðustu, plötunni hans Swimming. Algjört meistarastykki, þessi plata.

Rain: Það er gott að lesa í rigningunni. Hvaða bók hefur kennt þér hvað mest um lífið?

Gylfaginning.

Eitthvað að lokum?

Komið á tónleikana okkar með Bróður og intr0 næstkomandi 27. desember á Bravó! Þeir verða klikkaðir.

(SKE þakkar Adami Thor Murtomaa kærlega fyrir spjallið og mælir einnig eindregið með því að lesendur láti sjá sig á Bravó á milli jóla og nýárs. Hér fyrir neðan er svo hlekkur á Facebook-síðu viðburðarins.)

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Auglýsing

læk

Instagram