Erykah Badu með óviðjafnanlega tónleika hjá NPR: „Tiny Desk Concert“

Fréttir

Í dag (15. ágúst) birti bandaríski fréttamiðillinn NPR nýjasta þátt Tiny Desk Concert (sjá hér að ofan) en um ræðir tónleikaseríu þar sem tónlistarfólk hvaðanæva úr heiminum flytur eigið efni á óhefðbundnu sviði, sumsé—á pínulítilli skrifstofu. Eins og sjá má er andrúmsloftið yfirleitt afar náið og persónulegt. 

Gestur þáttarins að þessu sinni var engin önnur en bandaríska söngkonan Erykah Badu en hún flutti lögin Rimshot og Green Eyes af sinni alkunnu snilld. Segja má að söngkonan hafi komist á mikið flug er hún flutti síðarnefnda lagið. 

Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan geta áhugasamir lesið umfjöllun NPR um tónleika Erykah Badu.

Nánar: https://www.npr.org/2018/08/14…

Þess má einnig geta að hinn íslenski Ólafur Arnalds kom fram á tónleikaseríunni í lok júlí.

Nánar: https://ske.is/grein/olafur-arn..

Auglýsing

læk

Instagram