Ezra Miller: „Ég glími við fjölþættan geðrænan vanda“

„Eftir að hafa gengið í gegnum alvarlega krísu undanfarið, skil ég núna að ég glími við fjölþættan geðrænan vanda og hef hafið meðferð við honum.“

Þetta segir leikarinn Ezra Miller í fréttatilkynningu sem hán sendi fréttamiðlinum Variety, en málið varðar raðir atburða sem hafa komið leikaranum í krappan dans við almenningsálitið. Undanfarið hefur mikið verið rætt um það að Miller verði skipt út úr hlutverkunum tveimur með tilheyrandi framleiðsluvanda.

„Ég vil biðja alla afsökunar sem ég hef valdið áhyggjum eða komið í uppnám með þessari hegðun minni í fortíðinni. Ég hef einsett mér að vinna nauðsynlega vinnu til að komast aftur á heilbrigðan, öruggan og afkastamikinn stað í lífinu,“
segir hán.

Miller hlaut fyrr á þessu ári ákæru fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Greint var frá því á dögunum að lögreglan í Vermont-ríki hafi brugðist við tilkynningu um innbrot í bænum Stamford þann 1. maí síðastliðinn þar sem nokkrar flöskur af áfengi hafi verið teknar af heimilinu á meðan húsráðendur voru utanhúss. Þetta kemur fram í frétt AP-fréttaveitunnar.

Miller var ákært eftir að lögreglan skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum og ræddi við vitni. Þetta er nýjasta málið í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og furðulega hegðun. Fram kemur í lögregluskýrslu að Miller haf verið kallað fyrir dómara þann 26. september næstkomandi vegna málsins.

Einnig birti fréttamiðillinn Insider viðamikla grein um leikarann Miller, þar sem meðal annars er fjallað um veru leikarans hér á landi. Þar er varpað nánara ljósi á veru háns á Íslandi fyrir tveimur árum síðan, en hún er talin stormasöm fyrir.

Óspektir á almannafæri
Miller er heims­frægur leikari og hefur undan­farin ár leikið lykilhlutverk í kvik­myndum líkt og Justice Leagu­e, We Need To Talk About Kevin, The Perks of Being a Wallflower, Trainwreck og Fantastic Beasts-myndabálknum og The Flash, þar sem Miller fer með burðarrullu.

Auglýsing

læk

Instagram