Fever Dream gefur út nýtt myndband: “Og ég dey”

Auglýsing

Síðastliðinn 1. október gaf rapparinn Fever Dream – sem heitir réttu nafni Vigdís Ósk Howser og er jafnframt fyrrverandi meðlimur Reykjavíkurdætra – út sína fyrstu plötu, Nom De Guerre, á Spotify.

Lagið Og ég dey er að finna á plötunni en í dag (27. október) sendi Fever Dream frá sér myndband við lagið (sjá hér fyrir ofan). Myndbandinu leikstýrði Sunna Axels og var förðun í höndum Perlu Hafþórsdóttur.

Hér fyrir neðan geta lesendur hlýtt á plötuna Nom De Guerre á Spotify. Marteinn Hjartarson (BNGRBOY) pródúseraði öll lög plötunnar – að einu lagi undanskildu, sem Krabba Mane pródúseraði – og sá Finnur Hákonarson um masteringu.

Auglýsing

(Fever Dream kíkti við í hljóðver SKE fyrir stuttu og flutti lagið ‘Dramatík’ í beinni ásamt MC Blævi.)

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram