today-is-a-good-day

fimm góð lög eftir Forgotten Lores

Innan sálfræðinnar vísar hugtakið „rosy retrospection“ (eða „rósrauður bjarmi endurminninganna“) í þá tilhneigingu manneskjunnar til þess að minnast fortíðarinnar með jákvæðum orðum jafnvel þó að þau orð séu á skjön við upplifun manneskjunnar (á þeim tíma sem upplifunin átti sér stað); þannig minntist hópur hjólreiðamanna þriggja vikna hjólreiðatúr í Kaliforníu árið 1997 með jákvæðum lýsingarorðum stuttu eftir að ferðinni lauk – þó svo að flestir einstaklingar innan hópsins höfðu kvartað undan slæmu veðri, líkamlegri þreytu og leiðinlegum félagsskap á meðan á ferðalaginu stóð: 

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/p…

Hugsanlega hefur þetta eitthvað með sjálfsöryggi og vellíðan manneskjunnar að gera – en það er erfitt að segja. 

Óneitanlega kemur hugtakið reglulega upp í huga undirritaðs þegar „old-school“ rapp berst í tal og þá sérstaklega meðal fólks sem hlustaði hvað mest á rapp á þeim árum sem „old-school“ rapp var ekki „old-school“ rapp – heldur einfaldlega hluti af samtímanum; á þetta fólk til að ýkja um of ágæti rapptónlistar þessa tímabils, líklegast vegna þess að „old-school“ rapp er orðið hluti af þeim sjálfum (og verður ekki hver og einn að berjast fyrir eigin málstað?). Þetta fólk virðist oft á tíðum harma alla framþróun á sviði stefnunnar og er það fullkomlega lógískt: Þessi tónlist sem manneskjan samsamar sig við og sem skiptir hana svo miklu máli er allt í einu dottin úr tísku – og hlýtur það að vera til marks um dauðleika manneskjunnar og lítilsvirði í stóra samhenginu. Hver veit? 

Hins vegar má segja að þó svo að þessi rósrauði bjarmi endurminninganna sé flest öllu „old-school“ rappi til hagsbóta, þá hefur þessi eðlislæga hlutdrægni ekkert með ágæti íslensku hljómsveitarinnar Forgotten Lores að gera: Forgotten Lores er bara geggjað dæmi. 

Hér fyrir neðan má hlýða á fimm sígild lög eftir Forgotten Lores en hljómsveitin
treður upp næstkomandi laugardag (20. maí) á Rappport á Kex Hostel. Þess má einnig geta að á ferli sínum gaf hljómsveitin Forgotten Lores (sem samanstendur af fimm meðlimum: Adda Intró, Benna B-Ruff, Class-B, Didda Fel og Byrki B) út tvær breiðskífur: Týndi hlekkurinn sem kom út árið 2003 og Frá heimsenda sem kom út árið 2006. 

1. VetrarRíkið

2. Gúdd Rapp

3. Allur tími í heiminum feat. Offbeat

4. Fíling

5. Mannfreskjan

Bónus: Ótitlað

Orð: RTH

Auglýsing

læk

Instagram