Firestarter: nýr hraðall fyrir tónlistarfrumkvöðla (Viðtal)

Ert þú með góða hugmynd?

Fyrr í sumar settist SKE niður með Melkorku Sigríði Magnúsdóttur—verkefnastjóra hjá Icelandic Startups—á Hótel Marina og ræddi Firestarter: nýjan viðskiptahraðal sem ætlað er að auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi. Að verkefninu standa Tónlistarborgin Reykkjavík, ÚTÓN og Icelandic Startups.

Eins og fram kom í viðtalinu aðstoðar Icelandic Startups frumkvöðla við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd, sumsé að hraða ferlinu frá hugmynd að fyrirtæki og þá með því að tengja frumkvöðla við sérfræðinga, fjárfesta og aðra leiðandi aðila í nýsköpun á Íslandi.

Nú beinir Icelandic Startups sjónum sínum að íslenska tónlistarumhverfinu:

„Með Firestarter erum við að leita af hugmyndum, allt frá hugmyndastigi til fyrirtækja í rekstri. Þetta geta verið frumkvöðlar sem eru að vinna í tónlistartengdum lausnum, tónlistarhátíðir, tónlistarstaðir, bókarar, umboðsmenn, o.s.frv.“

– Melkorka Sigríður

SKE hvetur alla þá sem eru með góða hugmynd á sviði tónlistar að sækja um á www.firestarter.is.

Auglýsing

læk

Instagram