​„Ekki oft sem maður fær að berja einhvern með vaski.“​ – SKE fer á rúntinn með Joey Christ

Auglýsing

Í bílnum

Nýverið fór SKE á rúntinn með rapparanum og leikaranum Jóhanni Kristófer Stefánssyni (betur þekktur sem Joey Christ) en rúnturinn var liður í nýrri myndbandsseríu SKE sem ber titilinn Í bílnum (sjá hér fyrir ofan).

Jóhann Kristófer hefur svo sannarlega verið iðinn við kolann í ár en ásamt því að hafa gefið út tvö mixteip í sumar – Anxiety City og Joey – lék hann einnig í íslensku sjónvarpsþáttaseríunni Stella Blómkvist. 

Auglýsing

Aðspurður út í erfiðustu senu þáttarins var hann fljótur að svara: 

„Það kom (áhættuleikari) og kenndi mér hvernig (ég ætti) að berja mann með vaski. Ég var með einhvern kork vask og það var smá ,challenge’ að þykjast berja hann án þess að bara berja hann. Það var líka skemmtilegt; það er ekki oft sem maður fær að berja einhver með vaski.“

– Jóhann Kristófer

Líkt og kom fram í viðtalinu fór lagið Joey Cypher yfir milljón hlustanir á Spotify og hefur myndbandið við lagið verið skoðað hátt í 500.000 sinnum á Youtube.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram