10 óvæntar staðreyndir um Danny Brown (Sónar Reykjavík Special)

Auglýsing

Næstu helgi (16. og 17. mars) fer tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fram í Hörpunni. Hátíðin skartar mörgum framúrskarandi tónlistarmönnum og ber þar helst að nefna bandaríska rapparann Danny Brown sem hefur fagnað góðu gengi allt frá útgáfu þriðju hljóðversplötu sinnar, Old, sem kom út árið 2013.

Miðasala: https://midi.is/atburdir/1/998…

Í tilefni komu rapparans til landsins tók SKE saman 10 staðreyndir um Danny Brown sem eru þess eðlis að þær koma eflaust mörgum á óvart.

1. Líkt og Björgvin Halldórsson forðum er Danny Brown þekktur fyrir brotna tönn. Sagan segir að hann hafi lent í bílslysi í 6. bekk og misst framtönnina. Síðar brotnaði varatönninn þegar hann var að fíflast með frænda sínum.

Auglýsing

Nánar: https://www.complex.com/music/d…

2. Sem ungur maður hafði Brown lifibrauð sitt af sölu fíkniefna en á tveggja ára tímabili, þegar hann var rétt um tvítugt, fór hann ekki út úr húsi án þess að vera vopnaður skammbyssu.

Nánar: https://www.complex.com/music/d…

„Allir vinir mínir voru viðriðnir fíkniefnasölu á þeim tíma. Ég gat þénað hátt í 10.000 dali á dag. Ég varð, hins vegar, svolítið smeykur þegar við færðum út kvíarnar og fórum að selja handan bæjarmarkanna. Þegar ég var á aldrinum 19 til 21 árs fór ég ekki út úr húsi án þess að vera vopnaður byssu.“ 

– Danny Brown

3. Hann sat inni í átta mánuði árið 2006 fyrir að rjúfa skilorð.

Nánar: https://www.complex.com/music/2…

„Ég sagði ávallt við sjálfan mig að um leið og ég yrði handtekinn í fyrsta skiptið myndi ég hætta þessu. Svo var ég ákærður en hélt áfram að selja … nokkru seinna var ég gripinn aftur fyrir það að vera með gras í fórum mínum, sem var brot á skilorði, en ég stakk bara af og fór ekki fyrir dóm. Ég fór huldu höfði í u.þ.b. fimm ár. Svo þegar ég var loks gómaður sat ég inni í átta mánuði.“ 

– Danny Brown

4. Helstu áhrifavaldar Danny Brown eru E-40 og Dizzee Rascal.

Nánar: Nánar: https://www.complex.com/music/2…

„Ég byrjaði ekki að hlusta á E-40 fyrr en ég byrjaði að selja fíkniefni. E-40 lýsti öllu því sem ég var að gera. Í rauninni var hann að gefa manni heilræði, miklu frekar en að koma þessum lífstíl á framfæri … (svo má segja að) fáir rapparar hafi talað jafnt sterkt til mín eins og Dizzee Rascal. Það hljómar enginn eins og hann.“ 

– Danny Brown

5. Í hljóðverinu notast Danny Brown ávallt við fyrstu upptökuna.

Nánar: https://pitchfork.com/features…

„Tónlistarmenn með fullkomnunaráráttu, líkt og Dr. Dre eða Kanye, eiga það til að taka upp erindi sín 50 sinnum. Hins vegar notast ég ávallt við fyrstu tökuna. Markmiðið er að fanga ákveðna tilfinningu. Þó svo að ég mismæli mig, þá skiptir það engu máli. Þó má segja að ég sé haldinn fullkomnunaráráttu þegar það kemur að líftíma lagsins; ef ég fæ leið á lagi eftir tveggja vikna hlustun þá gef ég það ekki út. Það verður að lifa í nokkra mánuði að minnsta kosti.“ 

– Danny Brown

6. Klæðaburður Danny Brown er ástæðan fyrir því að 50 Cent bauð honum ekki plötusamning á sínum tíma (að sögn Danny Brown).

Nánar: https://www.mtv.com/news/166917…

„Plötusamningurinn var í bígerð. 50 Cent hafði áhuga; en svo féll hann upp fyrir út af gallabuxunum mínum. Hann var ánægður með tónlistina en ekki útlitið. Ég skil alveg hvaðan þetta kemur, en þú verður að skilja hvaðan ég kem: Ég er frá Detroit.“ 

– Danny Brown

7. Danny Brown er ekki með ökuskírteini.

„Svo er eitt í þessu líka, og þetta er eitthvað sem ég hef aldrei viðurkennt í viðtali – aldrei á ævinni hef ég ekið bíl. Ég kann ekki að keyra. Þar af leiðandi hef ég alltaf gengið. Sem hefur gefið mér nægan tíma til þess að brjóta heilann.“ 

– Danny Brown

8. Hann þolir ekki (þoldi ekki?) Mac Miller.

Nánar: https://www.rollingstone.com/m…

„Ég hlustaði á plötuna og hugsaði með mér ,Hey, hún er betri en platan hans Mac Miller.’ Þetta voru mín fyrstu viðbrögð. Miller er sá allra versti. Ekki gefa mér færi. Plötuumslagið hans er bara ,Ugh, hvað er þetta? Er hann að reyna vera listrænn? … ef ég sé hann einhvern tímann verð ég líklegast að biðjast afsökunar: ,Sæll, ég biðst forláts að hafa hatað þig svona innilega – vegna þess að ég mun ekki hætta því. Þú ert örugglega fínn gaur. Þetta er ekki ofbeldisfullt hatur, en þetta er hatur, engu að síður. Ég þoli ekki tónlistina þína. Hún er virkilega slæm.“ 

– Mac Miller

9. Uppáhalds plata Danny Brown er „Forever Changes“ eftir hljómsveitin Love.

10. Hann talsetti persónu lífvarðar í tölvuleiknum Grand Theft Auto V.

„Ég þéna með því að koma fram. Aðrir þéna með því að selja tónlist og svoleiðis, en ég afla mér tekna á mun svalari hátt. Ég er byrjaður að talsetja. Ég talsetti Grand Theft Auto V, til dæmis. Ég fór með hlutverk lífvörðs. Ef þú ferð á ströndina þá finnirðu aragrúa af lífvörðum þar. Ef þú atast í einum þeirra þá er það ég. Ég reyni að berja þig.“ 

– Danny Brown

(SKE mælir heils hugar með tónlist Danny Brown en hér fyrir neðan geta lesendur hlýtt á brot af því besta.)

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram