„15 ára þegar ég fékk mér mitt fyrsta.“ – DJ Sura fær sér húðflúr (myndband)

Auglýsing

SKE BLEK

Síðastliðinn þriðjudag (13. febrúar) slóst SKE í för með plötusnúðnum DJ Sura á húðflúrstofuna Memoria Collective þar sem hún átti bókaðan tíma í tattú (sjá hér fyrir ofan).

Líkt og fram kemur í viðtalinu var Sura aðeins 15 ára gömul þegar hún fékk sér sitt fyrsta tattú:

„Ég var 15 ára þegar ég fékk mér mitt fyrsta tattú. Ég fékk mér svona blóm; ég var alltaf að teikna blóm þegar ég var lítil. Ég sagði mömmu að þetta væri jurtattú, sem var í tísku þá. Ég útskýrði fyrir henni að þetta myndi fara eftir tvö ár … svo bara fór þetta aldrei.“

– DJ Sura

Auglýsing

DJ Sura – sem heitir réttu nafni Þura Stína og er meðlimur hljómsveitanna CYBER og Reykjavíkurdætur – stefnir að því að gefa út sólóplötu á árinu. Má þess einnig geta að Reykjavíkurdætur koma fram á Sónar í Hörpunni í mars og halda svo í tónleikaferðalag um Evrópu í vor og í sumar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Dásamlega gott keto kex

Langbesta keto kexið!

Instagram