Allt það helsta frá Secret Solstice 2017 í glæsilegu nýju myndbandi

Fréttir

Í tilefni þess að forsala miða fyrir næstu Secret Solstice hátíð hefst í dag – en hátíðin fer fram dagana 21. til 24. júní 2018 í Laugardalnum – sendu aðstandendur hátíðarinnar frá sér ofangreint kynningarmyndband („After Movie“) sem sýnir brot af því besta frá síðastliðinni hátíð. 

Í myndbandinu getur að líta marga helstu tónlistarmenn Secret Solstice 2017 – þar á meðal The Prodigy, Foo Fighters, Anderson .Paak, Rick Ross, M.I.A. o.fl. – ásamt fallegum skotum úr íslenskri náttúrunni.

Í fréttatilkynningu sem fylgdi útgáfu myndbandsins segja aðstandendur að þó svo að Secret Solstice 2017 hafi farið langt fram úr væntingum mega gestir vænta enn veglegri dagskrá að ári:

„Hátíðin hefur stækkað
ár frá ári frá því að hún fór fyrst fram árið 2014 … á fimm ára afmælinu
verður öllu tjaldað til. Við tökum á móti nýjum hópi
heimsþekktra listamanna til að halda uppi stuðinu í þessu langstærsta partýi ársins á Íslandi.“

– Fréttatilkynning frá Secret Solstice

Þegar
salan hefst í hádeginu í dag verður takmarkað magn miða í boði á einvörðungu 15.900 kr. (ef keypt er gisting
á tjaldvæðið kostar miðinn 22.900 kr.). 

Samkvæmt fréttatilkynningu gildir reglan fyrstur
kemur fyrstur fær
og getur hver kaupandi einungis keypt fjóra
miða á þessu verði. Þegar fyrrnefndir miðar seljast upp hækkar
verðið í 18.900 kr., því næst 21.900 kr. þangað til
allir forsölumiðar klárast en þá fer hver miði í endanlegt verð – sem
er 24.900 krónur (verð á VIP miða er
39.900 kr. og er takmarkað magn miða í boði).

SKE hvetur alla til að tryggja sér miða en miðasalan fer fram á www.midi.is og hefst, eins og áður segir, klukkan 12:00 í dag (6. september).

Auglýsing

læk

Instagram