Allt það sem er að SKE 02.09.2016

Í dag er 02.09.2016.

Það eru 120 dagar eftir af árinu.

Þennan dag árið 1964 fæddist bandaríski leikarinn Keanu Reeves.

Hér er hann að fagna fimmtugsafmælinu hjá Jimmy Kimmel.

Það er allt að SKE í menningarlífinu í kvöld.

———— Opnun sýningar Sigurjón Guðjónssonar í BERG Contemporary:

„Sýningar Sigurðar Guðjónssonar mynda sterka heild og verk hans hafa skýr höfundareinkenni. Hann notar vídeó og hljóð – náttúruleg hljóð og hluti, vélar, manngert umhverfi og gömul tæki – af minimalískum aga en nær þó að draga fram í þessum viðfangsefnum mörg lög af merkingu og tilfinningum. Verkin snúast ekki síður um hljóðið en um myndræna innihaldið og hann hugsar sýningar sínar þannig að þær myndi einn samfelldan hljóðheim. Á þessari sýningu í BERG Contemporary sjáum við ný verk sem bera sömu, sterku höfundareinkennin, nákvæma úrvinnslu á jafnvel smæstu atriðum, naum framsetning verkanna og hinn flókni hugmyndaheimur sem þau opna.“

https://www.facebook.com/events/235819306814361/

Hvar: BERG Contemporary (Klapparstígur 16, 101 RVK)
Hvenær: 17:00-19:00

———— Benni Hemm Hemm í Mengi

„Í tilefni nýrrar ljóðabókar sinnar mun Benni Hemm Hemm yfirtaka Mengi helgina 2. til 3. september og bjóða upp á þrenna ólíka tónleika með stórum hópi tónlistarmanna. Enginn undirbúningur mun fara fram fyrir tónleikana. Engar æfingar, ekki neitt. Á tónleikunum má því heyra lögin frá ólíkum sjónarhornum í fyrsta og síðasta skipti sem þau verða flutt.

Á fyrstu tónleikunum ætlar Benni að leika með tónlistarmönnum sem hann hefur aldrei leikið með áður.

https://www.facebook.com/events/1744501235839574/

Hvar: Mengi (Óðinsgata 2, 101 RVK)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: 2.000 ISK (4.000 ISK allir tónleikar)

———— Aron Can á Ljósanótt.

ULFR kynnir í samstarfi við Agent.is: Ljósanæturpartý á H30 föstudagskvöldið 2. september þar sem KILO mun koma fram ásamt einum heitasta tónlistarmanni landsins Aron Can. Plötusnúðarnir Basic-B RaggaHolm og DJ Óli Geir sjá um að hita upp fyrir gleðina. Jagermeister ætlar einnig að gleðja gesti með glaðning alla nóttina, ULFR clothing gefur gjafabréf og við gefum flöskuborð!“

https://www.facebook.com/events/538773142975066/

Hvar: H30 (Hafnargötu 30, 230 Keflavík)
Hvenær: 00:00-04:00
Aðgangur: 1.000 (miðar seldir við hurð)

———— Hið árlega Tattoo Expo á Hótel Sögu, 2. 3. og 4. september.

https://www.facebook.com/events/824414351024389/

Hvar: Hótel Sögu (Hagatorg, 107 Reykjavík)
Hvenær: 2. 3. 4. september
Aðgangsmiðar:
föstudagur: 2.000 ISK, laugardagur: 2.000 ISK, sunnudagur: 1.500 ISK, helgarpassi: 3.500 ISK

———— Ljósanæturball á Center.

Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Fyrstu 2 plötur sveitarinnar nutu gríðarlegrar velgengni og sendi keflvíska gengið frá sér sína þriðju plötu ‘Batnar útsýnið’ í október á síðasta ári og hlaut hún frábærar viðtökur. Árið 2015 var Valdimar Guðmundsson kosinn söngvari ársins á íslensku tónlistarverðlaununum.

Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík allt frá rólegum melódíum, upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar.

https://www.facebook.com/events/325909387743553/

Hvar: Center (Hafnargötu 29, 230 Keflavík)
Hvenær: 22:00 (tónleikarnir byrja 00:00)
Aðgangur: 1.900 ISK

———— Klassíkin okkar í Hörpunni.

Í vor efndu Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV til netkosningar meðal landsmanna þar sem leitað var að eftirlætis tónverkum þjóðarinnar. Hægt var að velja úr lista með vinsælum klassískum verkum eða tilnefna önnur. Þau tónverk sem yrðu hlutskörpust myndu svo hljóma á sérstökum hátíðartóneikum Sinfóníunnar.

Þúsundir atkvæða féllu í kosningunni en þau tónverk sem hlutu flest atkvæði sigruðu með nokkrum yfirburðum. Athygli vekur að þau verk sem fyrir valinu urðu krefjast mörg fleiri listamanna er hljómsveitarinnar sjálfrar og því ljóst að fjöldi flytjenda á tónleikunum 2. september verður mikill.

Einleikarar á tónleikunum verða Víkingur Heiðar Ólafsson sem leikur píanókonsert Tsjajkovsíkjs nr. 1 og Sigrún Eðvaldsdóttir sem leikur Vorið úr Árstíðum Vivaldis. Tónleikunum lýkur á lokakafla 9. sinfóníu Beehtovens, Óðnum til gleðinnar. Einsöngvarar verða Þóra Einarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Elmar Gilbertsson og Kristinn Sigmundsson en Mótettukór Hallgrímskirkju tekur þátt í flutningnum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þá syngja Óperukórinn í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes og Söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar O fortuna úr Carmina Burana eftir Carl Orff. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason.

Tónleikarnir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.“

https://www.facebook.com/events/282308298816707/

Hvar: Harpa
Hvenær: 20:00
Aðgangur: 2.500-3.500 ISK

———— Gréta snýr aftur á Kex.

Gréta snýr aftur – forsmökkun á Sæmundi í sparifötunum á Kex Hostel.

Snemma í vor fór fram könnun á því hvaða bjór frá Borg Brugghúsi íslenskir bjóráhugamenn vildu helst sjá bruggaðan aftur. Tók því könnunin einungis til bjóra sem brugghúsið hefur framleitt tímabundið í fortíðinni. Ekki stóð á svörum eða ólíkum skoðunum en einn af þeim bjórum sem flest atkvæði fengu var Gréta Nr.27, 7,3% baltic porter sem bruggaður var í tilefni af Októberfest 2014. Í tilefni endurkomunnar verða bjórar frá Borg á öllum dælum og því mikið um dýrðir fyrir unnendur bjórs.

https://www.facebook.com/events/1098324030255849/

Hvar: Kex Hostel (Skúlagötu 28, 101 Reykjavík)
Hvenær: 17:00-19:00

———— Erna Hrönn í Græna Herberginu.

„Erna Hrönn er ein okkar allra besta söngkona í dag. Hún kemur fram ásamt hljómsveit í Kjallara Græna herbergisins, sýnir á sér ýmsar hliðar og telur í hvern stórsmellinn á fætur öðrum. Hljómsveit: Gunnar Leó trommur, Valdimar Olgeirsson bassi og Reynir Snær gítar.

https://www.facebook.com/events/1164272606966832/

Hvar: Græna Herbergið (Lækjargötu 6, 101 RVK)
Hvenær: 00:00-03:00
Aðgangur: 1.500 ISK og einn kaldur fylgir með

———— Guitar Islancio á Rosenberg.

https://www.facebook.com/events/622055267976177/

Hvar: Café Rosenberg (Klapparstígur 27, 101 RVK)
Hvenær: 22:00-00:00

———— DJ Silja Glømmi á Hverfisgötu 12

„Einn af okkar uppáhalds vikudögum og ein af okkar uppáhalds plötusnúðum.“

https://www.facebook.com/events/191386517947989/

Hvar: Hverfisgata 12 (Hverfisgata 12, 101 RVK)
Hvenær: 21:00-01:00

———— DJ Sunna Ben á Bazaar

https://www.facebook.com/events/530518847147346/

„DJ Sunna Ben spilar milli 17:00 og 20:00. Happy hour milli 16:00 og 19:00. Léttvín og bjór á 800 kr. glasið. Kokteill vikunnar á 1.500 kr.
Karókíherbergið er á sínum stað og opið út á pallinn.“

Hvar: Bazaar (Hringbraut 119-121, 101 RVK)
Hvenær: 17:00-20:00

———— Hlynur Ben á íslenska barnum

„Gleðin er á Íslenska barnum og ég verð í brjáluðu stuði föstudaginn 2.sept frá 22:30 til 01:00 á þessum skemmtilegasta bar Reykjavíkur. Skemmtum okkur og syngjum saman! FRÍTT INN OG ALLIR Í STUÐI ! 🙂 – Hlynur Ben“

https://www.facebook.com/events/1099799336742352/

Hvar: Íslenski barinn (Ingólfsstræti 1 a, 101 RVK)
Hvenær: 22:30-01:00

———— Mean Girls í Bíó Paradís

„Hver man ekki eftir Lindsay Lohan í hinni geysivinsælu kvikmynd Mean Girls sem kom út árið 2004. Hvernig væri að byrja haustið á því að safnast saman í Bíó Paradís og horfa saman á þessa stórskemmtilegu gamanmynd? Sýnd aðeins eitt kvöld föstudagkvöldið 2. september kl 20:00!“

https://www.facebook.com/events/1656115144716627/

Hvar: Bíó Paradís (Hverfisgötu 54, 101 RVK)
Hvenær: 20:00
Aðgangur: 1.600 ISK

———— Pungsig og O’Bannion á Dillon

„Hljómleikar! Fyrir dansi leika: Pungsig – pönk (e. punk) – ein verst æfða hljómsveit landsins
https://www.facebook.com/Pungsig-115898517005

O’Bannion – rokk (e. rock) – ein þéttasta rokksveit landsins
https://www.facebook.com/obannionrules/

Hvar: Dillon (Laugavegur 30, 101 RVK)
Hvenær: 20:00
Aðgangur: Ókeypis

Auglýsing

læk

Instagram