Allt það sem er að SKE 06.09.2016

Í dag er 6. september 2016.

Það eru 116 dagar eftir af árinu.

Þennan dag árið 1847 yfirgaf bandaríski rithöfundurinn Henry David Thoreau Walden Pond og flutti aftur inn til vinar síns Ralph Waldo Emerson. Á ævi sinni lét Thoreau mörg fleyg orð falla:

„Heimurinn er ekkert nema strigi fyrir ímyndunaraflið.“

– Henry David Thoreau

Það er ýmsilegt að gerast í menningarlífinu í dag:

1. HLJÓMSVEITIN ÓREGLA HELDUR ÚTGÁFUTÓNLEIKA Á HÚRRA.

„Óregla gaf út sýna fyrstu plötu, Þröskuldur Góðra Vona, núna í sumar og ætlar af því tilefni að halda útgáfutónleika, þar sem öll herlegheitin verða spiluð misskunnarlaust frá því að platan byrjar til hins örlagaríka augnabliks þar sem hún er búin.“

https://www.facebook.com/events/285694288453687/

Hvar: Húrra (Tryggvagata 22, 101 RVK)
Hvenær: 20:00-23:00
Aðgangur: 1.000 ISK

2. CAMUS KVARTETT Á KEX.

„Á næsta jazzkvöldi Kex Hostel kemur fram Camus kvartett en hann skipa þeir Sölvi Kolbeinsson á saxófón, Rögnvaldur Borgþórson á gítar, Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Óskar Kjartansson á trommur. Kvartettinn hefur verið starfandi í rúmlega eitt ár. Á efnisskránni eru meðal annars lög eftir Miles Davis, Wayne Shorter, Herbie Hancock og Thelonious Monk.“

https://www.facebook.com/events/565524886985612/

Hvar: Kex Hostel (Skúlagata 28, 101 RVK)
Hvenær: 20:30
Aðgangur: Ókeypis

3. KÚNSTIN AÐ NÆRAST Á 21. ÖLDINNI (FYRIRLESTUR)

„Misvísandi upplýsingar um matarræði og flóra af iðnaðarframleiddum mat getur gert fólki erfitt fyrir í daglegum ákvörðunum um matarvenjur. Við bjóðum upp á hagnýtan fróðleik í stuttum erindum fyrir alla með áhuga á heilbrigðum lífsstíl.“

https://www.facebook.com/events/1269263389772722/

Hvar: Salur Krabbameinsfélagsins (Skógarhlíð 8)
Hvenær: 17:00-18:15
Aðgangur: Ókeypis (skráning á krabb@krabb.is)

4. BRIAN WILSON FLYTUR PET SOUNDS Í HÖRPU

„BRIAN WILSON flytur PET SOUNDS í tilefni 50 ára afmæli plötunnar. Meistaraverkið flutt í heild sinni í hinsta sinn ásamt vinsælustu lögum Beach Boys.

https://www.facebook.com/events/556699767845202/

Hvar: Harpa
Hvenær: 20:00
Aðgangur: 9.900-15.900 ISK

5. DANS Í DIMMU #50 – GUILTY PLEASURES

„Loksins loksins er komið aftur að Guilty Pleasures-kvöldi DÍD!!! Sendu okkur ábendingar um þitt guilty pleasure lag hér á viðburðinum eða í skilaboðum til Dans í dimmu eða Eyrúnar Arnar. Munið að það er ekkert sem heitir OF GUILTY! Á hverjum þriðjudegi dönsum við saman í dimmu í klukkutíma, gleðjumst og svitnum í myrkri.“

https://www.facebook.com/events/493717090822400/

Hvar: Dansverkstæðið (Skúlagata 30, 101 RVK)
Hvenær: 19:00-20:00
Aðgangur: 1.000 ISK (aðeins tekið við reiðufé)

6. TED PILTZECKER Á ROSENBERG.

https://www.facebook.com/events/1737928509790620/

„Bandaríski víbrafónleikarinn Ted Piltzecker heldur tónleika á Cafe Rosenberg þriðjudaginn 6. september nk. Með Ted leika Ólafur Jónsson á saxófón, Guðmundur Pétursson á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Scott McLemore á trommur. Ted Piltzecker á að baki gifturíkan feril sem víbrafónleikari, tónskáld og kennari. Hann var um árabil tónlistastjóri jazzhátíðarinnar í Aspen og hefur leitt eigin sveitir auk þess að leika með öðrum m.a. George Shearing, Jimmy Heath, Slide Hampton, Clark Terry, Rufus Reid, Lewis Nash.“

Hvar. Café Rosenberg (Klapparstíg 27, 101 RVK)
Hvenær: 21:00-23:00
Aðgangur: 2.000 ISK (engir posar)

7. BACHATA KVÖLD Á BRYGGJUNNI BRUGGHÚS

„Þá er komið að bachatakvöldi á Bryggjunni! Ókeypis byrjendatími frá kl. 21 – 21:30 og síðan dönsum við eftir það til hálftólf. DJ og kennari kvöldsins er Sessý. ALLIR velkomnir, sérstaklega þeir sem hafa enga reynslu af dansi og mæta einir! Engin þörf fyrir mæta með dansfélaga. Eins og venjulega spilum við ekki bara bacahta, heldur líka salsa og kizomba. Komdu og prófaðu seiðandi og suðrænt danskvöld með tónlist og dansi frá Suður-Ameríku!“

https://www.facebook.com/events/346168352439877/

Hvar: Bryggjan Brugghús (Grandagarði 8, 101 RVK)
Hvenær: 21:00-23:30
Aðgangur: Ókeypis

Lag dagsins er We eftir Mac Miller og Cee Lo Green.

Auglýsing

læk

Instagram