Allt það sem er að SKE 24.08.2016

Í dag er 24. ágúst 2016.

Það eru 129 dagar eftir af árinu.

Þennan dag árið 1994 fæddist enski tónlistarmaðurinn King Krule.

Það er allt að SKE í menningarlífinu í dag.

1. Every Body’s Spectactular kynnir Peaches Christ Superstar í Borgarleikhúsinu. Hin óviðjafnanlega Peaches leikur öll níu hlutverkin í leikriti Andrew Lloyd Webber, Jesus Christ Superstar.

https://www.facebook.com/events/1088203984601312/

Hvar: Borgarleikhúsið (Listabraut 3, 103 ReykjavíK)
Hvenær: 21:00-22:30
Aðgangur: 6,500 ISK

2. Gestagangur: Gerwin Schmidt og Patrick Thomas. Hönnuðurnir Gerwin Schmidt og Patrick Thomas halda fyrirlestur í Listaháskólanum

https://www.facebook.com/events/241008896295444/

Hvar: Listaháskóli Íslands (Þverholti 3, 105, Reykjavík, Salur A)
Hvenær: 17:00
Aðgangur: Ókeypis

3. Axel Flóvent, Einarlndra & ÍRis á Loft.

Axel Flóvent er ungur tónlistarmaður frá Húsavík sem hefur vakið mikla athygli erlendis að undanförnu. Axel gaf út EP plötuna Forest Fires vorið 2015 og vakti hún verðskuldaða athygli. Lög af plötunni hafa verið spiluð um heim allan og meðal annars var lagið „Beach“ notað í sjónvarpsþættina Gray’s Anatomy og Vampire Diaries síðasta haust. Axel hefur spilað mikið erlendis og komið fram á fjölda tónlistarhátíða það sem af er ári. Nýlega gerði Axel samning við Sony Epic og má búast við nýrri EP plötu í haust. Fyrsta smáskífan af væntanlegri EP plötu heitir „Your Ghost“ og er nýlega farin að heyrast á útvarpsstöðvum.

https://soundcloud.com/axelflovent

EinarsIndra hrærir saman mjúkri raftónlist ásamt myndefni með einkennandi söng sem saman verður að einhverskonar indie/raf/sálar blanda. Hann gaf út fyrstu plötuna sína hjá íslensku raftónlistarútgáfunni Möller Records árið 2014. Síðan þá hefur hann verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og einnig verið að draga að sér athygli utan landsteinanna.

einarindra.com

ÍRiS mun leika dulúðugar rafútsetningar samhliða lifandi flutningi á myndefni eftir listhópinn Huldufugl (huldufugl.is). Röddin, sem lýst hefur verið sem dökkri og dínamískri, leiðir tónlistina áfram með lúppum og effektum sem skapa framlengingu á hljóðheimi raddsviðsins. Rafrænar útsetningar marka spor að nýrri stefnu og leggja drög að útgáfu á væntanlegri stuttskífu á árinu. Efnið var frumflutt á hljómleikaferðalagi um Bretland í marsmánuði síðastliðnum.

https://irismusic.is/

https://www.facebook.com/events/1748123555446122/

Hvar: Loft Hostel (Bankastræti 7, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:30-22:45
Aðgangur: Ókeypis

4. Opið Hús í Heilsu og Spa.

Opið hús í Heilsu og Spa
Yoga með Lovísa Rut Ólafsdóttir kl 16.30
Fyrirlesturinn HAMINGJA OG HUGARFAR með Borghildur Sverrisdóttirsálfræðingi kl 17.45
Herðanudd frá nuddara
15 % afsláttur af öllum námskeiðum og heilskuræktarkortum
15 % afsláttur af snyrtimeðferðum
15 % afsláttur af nuddi og nálastungum
15 % afsláttur á Bisto Hotel Ísland
Sjúkraþjálfarar frá Gáska á staðnum
Kíktu á aðstöðuna og hittu okkar frábæra starfsfólk

https://www.facebook.com/events/1734269200131407/

Hvar: Heilsa og Spa (Ármúla 9, 108 Reykjavík)
Hvenær: 16:00-19:00
Aðgangur: Ókeypis

5. Sváfnir Sig. og drengirnir af upptökuheimilinu.

Sváfnir Sig ætlar að hljóðrita lög á væntanlegu sólóskífu sína á næstunni en fyrst ætla hann og drengirnir að spila þau aðeins til á tónleikum í Græna herberginu.

Hljómsveitina skipa:
Tómas Tómasson, bassi
Pálmi Sigurhjartarson, hljómborð og harmonikka
Kristján Freyr Halldórsson, trommur
Eðvarð Lárusson, rafgítar
Sváfnir Sigurðarson, söngur og gítar

https://www.facebook.com/events/984839068299849/

Hvar: Græna Herbergið (Lækjargata 6a, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: 1,500 ISK

6. Minority Report með uppistand á ensku Gauknum.

Bylgja Babýlons og Jonathan Duffy flytja uppistand á ensku.

https://www.facebook.com/events/1083807391673025/

Hvar: Gaukurinn (Tryggvagata 22, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: 2,000 ISK

7. Dj Heida Hell á Vínyl.

Dj Heida Hell spilar miðvikudagsmússik.

https://www.facebook.com/events/1832396566981179/

Hvar: Vínyl (Hverfisgata 76, 101 Reykjavík)
Hvenær: 19:00-23:00
Aðgangur: Ókeypis

Auglýsing

læk

Instagram