Chola – Appreciation VS appropriation

Orð: Síta Valrún

Það er mikið fjallað um menningarfjárveitingar ídag, hvar liggja mörkin á milli þess að heillast að einhverju, fá inblástur af og að tileinka sér einhverju sem maður á ekki rétt á?

Frá árunum
1929 til 1944 átti
sér stað svokallað „repatriation“ í Bandaríkjunum þar sem
bandaríska ríkisstjórnin sendi tvær milljónir manna af
mexikóskum uppruna aftur til síns heimalands – með valdi. Þetta
voru fjölskyldur sem áttu lögheimili og höfðu ríkisborgararétt
í
Bandaríkjunum en var vísað á brott.

Pachucas, sem tilheyrðu „rebel subculture“ í Los Angeles, börðust gegn þessari þróun og mótmæltu með útliti sínu almennri staðalímynd fegurðar og aðlögun að hinu ofurhvíta feðraveldi sem réð ríkjum í seinni heimstyrjöldinni. Pachucas túperuðu hárið í „Bouffant beehives“ og notuðu hárspreyið óspart. Einnig máluðu þær sig mikið og klæddust þröngum peysum, hnésokkum og styttri pilsum en vant var á þessum tíma. Pachuchos, karla útgáfan af pachucas, klæddust Zoot jakkafötum. Buxurnar voru háar í mittið, víðar í skálmarnar og þrengri að neðan. Einnig klæddust þeir síðum frökkum. Oft fylgdu axlarbönd og alltaf hattar. Þetta útlit angaði af „flamboyance“ og átti rætur að rekja til djassins.

Pachucas eru pin-up ímyndir, með rauðar neglur, rauðar varir, þykkan augnblýant og seinna meir voru þær rómantíseraðar sem kveikjan að húðflúri og útliti Lana del Rey og Amy Winehouse.

Pachucas eru formæður Cholas sem við könnumst mörg við.

Chola stíllinn er algengur hjá Latino stelpum í suður Kaliforníu, San Diego og austur LA. Þótt stíllinn sé vinsæll þá eru það ekki alltaf þær sem klæðast stílnum sem lifa lífstílnum sjálfum. Þær sem lifa upprunalegu chola lífi eru oftast með mexíkanskan bakgrunn, tilheyra gengjum og eiga kærasta sem er Cholo.

Flestir hafa einhverjar hugmyndir um stílinn og það sem kemur upp í hugann eru dökkmálaðar varir með sterkum útlínum, þykkur og mikill augnblýantur, flannel skyrtur, dickies, stórir gylltir eyrnalokkar og „bandanas“.

Það eru fleiri atriði sem eru dæmigerð fyrir útlitið. Augabrúnir eru mikilvægar, alltaf örþunnar með „Monroe” sveigju og það er býsna sterk Chola hefð að láta laga neglurnar, oft langar og ferkantaðar í allskonar útfærslum. Annað smáatriði er að bera gullhálsmen með nafninu sínu á. Hárstíllinn hefur þróast á mismunandi hátt frá Pachuca hárinu. Í kringum ‘90s var toppurinn gerður mjög hár með „aqua net“ hárspreyi og oft permanentað. Á meðan voru fötin sjálf oft karlmannsföt sem fengust ódýr í vinnufatabúðum.

Undanfarin ár hafa stjörnur og tískuhús fengið lánuð ýmis blæbrigði sem eru sterklega tengd þessum Chola klæðaburði. Þetta hefur verið gagnrýnt, sem kemur kannski ekki á óvart, sem nýtt form menningarfjárveitingar (culture appropriation): Rihanna fer í Chola hrekkjavökubúning með gervitára húðflúr; Nicki Minaj notar stílinn sem búning í tónlistarmyndbandi; FKA twigs gerir þetta útlit að sínu með geluðum barnakrullum í kringum ennið (sem er alveg greinileg tilvitnun í Chola stíl en í bland við Josephine Baker); Gwen Stefani tileinkaði sér stílinn sterkt og þá sértaklega í „Luxurious” myndbandinu og Givenchy nýtir sér hárgreiðslur innblásnar af Chola á tískusýningum sínum.

Gagnrýnin gengur mest út á það að þessi stíll tilheyri ákveðnum lífstíl og sterkri sögu en er ekki búningur sem Chola stúlka getur klætt sig úr í lok dags. Það er hægt að velta því fyrir sér hvar mörkin liggja fyrir því hvað má fá lánað og hvernig er hægt að gera það á góðan máta. Það er gott að hafa það í huga en það þarf ekki að hindra neinn í því að prufa, hafa gaman af og fá innblástur. Hvítir stuttermabolir eru alltaf sexy, dökkar varir eru fallegar og naglaskraut er skemmtilegt.

Rihanna sem chola

Givenchy, Haust 2015

FKA Twigs og hið umdeilda baby hair

Chola fléttur

A chola is the epitome of beauty, style, and pride with a badass, take-no-shit, ‘look at me but don’t fuck with me’ attitude. She is a strong and proud woman who holds it down for her family and hood.

– —Hellabreezy​

Lana Del Rey í ghetto leik

Mæli með nokkrum bíómyndum til að fatta vibe-ið: Blood In Blood Out, American Me, Mi Vida Loca, Zoot Suit og Down for Life.

//

Goð grein frá 2014 sem er skrifuð af Vanessu Villarreal um þetta málefni, þar sem hún er mjög pirruð úti Lönu Del Rey: Lana Del Rey Is Seriously Bumming Me Out: Slumming and the Politics of Assimilation vs. Appropriation

Grein á Vice um sögu Cholunar: https://www.vice.com/read/the-history-of-the-chola-456

Teen Vouge fjallar um vandamál með svo kallaða cholu förðun og snoop dogg fléttur á tískupöllum: https://www.teenvogue.com/story/chola-makeup-creatu…

Amandla Stenberg útskyrir Mennigarfjárveitingar:

Auglýsing

læk

Instagram