Dillalude á Prikinu í kvöld (10. júní)

Auglýsing

Viðburðir

Það er ekki á hverjum degi sem allir meðlimir Dillalude eru í bænum á sama tíma – og í tilefni þess að Secret Solstice er rétt handan við hornið blæs hljómsveitin til heljarinnar tónleika á Prikinu í kvöld laugardaginn 10. júní.

Fyrir þá sem þekkja ekki Dillalude þá sérhæfir hljómsveitin sig í því að flytja og túlka tónlist Jay Dilla (Jay Dee) í lifandi tónum á sviði.

Veislan hefst kl 21:00 og lýkur rétt fyrir miðnætti. Á milli atriða spila DJ THAISON & GERVISYKUR. SKE stingur upp á því að áhugasamir mæti snemma því færri komust að en vildu á síðustu tónleika Dillalude á Prikinu. 

Auglýsing

Frítt inn að vanda. 

Hljómsveitin:

Ari Bragi Kárason 
Benni B-Ruff 
Magnús Tryggvason 
Steingrímur Teague 
Magnús Jóhann

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Hér fyrir neðan má sjá Dillalude á KEX og á Sónar 2017.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram