today-is-a-good-day

DJ vikunnar – DJ Egill Spegill ræðir sjálfið, fimm góð lög o.fl.

DJ of the Week

Nýverið kíkti hinn viðfelldni DJ Egill Spegill í hljóðver SKE en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni „DJ vikunnar“ þar sem nýr plötusnúður lítur við í hljóðverið í hverri viku, svarar nokkrum viðeigandi spurningum og ræðir fimm góð lög.

Egill Spegill hefur verið iðinn við kolann undanfarið; ásamt því að vera fastur gestur á Prikinu þeytti hann einnig skífum á Sneakerballinu síðastliðið laugardagskvöld og á Kronik LIVE þar á undan.

SKE forvitnaðist meðal annars um hvaða fimm lög væru í uppáhaldi hjá Agli um þessar mundir og hvernig hann myndi verja einni milljón króna ef hann yrði að eyða peningnum á einu kvöldi.

„Ég myndi örugglega gera voða lítið fyrir (þann pening) … ég myndi fara í Húrra Reykjavík, kaupa mér föt; fá mér að borða; og fá mér bjór. En ég veit það ekki – milljón krónur er voða lítill peningur í dag. Það er ekki hægt að gera neitt rosalega mikið fyrir það.“

– Egill Spegill

Þess má geta að DJ Karítas og DJ Kocoon voru síðustu gestir þáttarins:

Karítas: https://ske.is/grein/plotusnudu…

Kocoon: https://ske.is/grein/plotusnudu…

Auglýsing

læk

Instagram