„Er mjög feginn að mamma hafi ekki sett mig á lyf.“ – Gunnar Nelson

Viðtalið

SKE:
Einhvern tímann var þeirri
kenningu kastað fram, síðla
kvölds, meðal
tilgerðarlegra bóhema
á barnum,
að Gunnar Nelson væri í
raun þjóðhetja – hann væri í raun þjóðhetja sökum þess að
hann gæfi smávöxnu ríki í Norður-Atlantshafinu þarfa útrás
fyrir eigin hernaðarlegum hvötum: „Gunnar Nelson er íslenski
herinn, sjóherinn og flugherinn – og þegar hann leggur til atlögu
horfum vér á eftir honum með kreppta hnefa, þungir á brún,“
sagði einn spjátrungurinn, skáldlega, og hélt svo áfram: „Og
sjá, ef litið er yfir feril Gunnars Nelson kemur það í ljós að
þessi eins manns her hefur ekki einvörðungu sigrað virðulegar
þjóðir á borð við England, Úkraínu og Brasilíu, heldur hefur
hann einnig unnið bug á fyrrum stórveldum kalda stríðsins,
Ameríku og Rússlandi – og það án allra sjáanlegra vandkvæða.
Höfum vér meira að segja heyrt að nýi utanríkisráðherra
Íslands sé svo hugfanginn af færni Nelson að hann sé að íhuga
að senda hann til Bandaríkjanna sem eina erindreka
utanríkisþjónustu landsins svo að hann geti kveðið niður
ríkjandi ringulreið með því að beita sínu alkunna ,rear-naked
choke’ gegn Donald nokkrum Trump.“ Sama kvöld
tók samræða þessa sama uppgerðarlegs
hóps beygju í átt að
listinni, er menn veltu því
fyrir sér hvort að
einhver möguleg tenging
væri á
milli Gunnars Nelson og hugmynda Schopenhauers um hið
háleita
(“the sublime”)?
Schopenhauer skilgreindi hið háleita
sem þá mótsagnakenndu
nautn sem sprettur upp úr
brjósti sjáandans
er hann gaumgæfir eitthvert
fyrirbæri sem gæti
auðveldlega tortímt
honum. Engin niðurstaða fékkst í málið … fyrir stuttu settist
SKE niður með
bardagakappanum Gunnari Nelson og ræddi
sjálfið,
frægðina,
höfuðhögg
og margt, margt fleira.

Viðtal:
Ragnar T
ómas

Vi
ðmælandi:
Gunnar Nelson

Lj
ósmyndir:
Allan Sigur
ðsson

(Það
er föstudagur.
Klukkan er r
úmlega eitt.
Ég legg bílnum
m
ínum fyrir utan heimili
Gunnars Nelson
í Laugardalnum
og leyfi t
ímanum að
líða.
Fars
íminn pípir:
Hann er á
leiðinni,
stendur í skilaboði
fr
á Haraldi Dean Nelson,
f
öður Gunna. Stuttu
s
íðar keyrir svartur
jeppi framhj
á og nemur staðar í
innkeyrslunni. Ég
st
íg út
úr bílnum.
Hæ!
hrópa ég.)

Gunnar
Nelson: Hæ.

(Gunnar
p
írir augunum í
áttina að mér.)

GN:
Nei, ert þetta þú?

RTH:
J
á, þetta
er
é
g.

(Við
göngum upp
tr
öppurnar sem leiða
a
ð útidyrahurðinni
og Gunni opnar dyrnar. Fyrir ne
ðan
p
óstlúguna
er hr
úga af dagblöðum.)

GN:
Lestu dagblaðið?

(Ég
svara ekki spurningunni, flissa bara kj
ánalega
og hugsa til or
ða Ezra
Pound,
örlítið
kotroskinn: „Ég
les a
ðeins bókmenntir,
vegna
þess að bókmenntir eru fréttir sem verða ávallt fréttir“ – ég er ömurleg týpa. Er Gunni hellir upp á kaffi í eldhúsinu svipast ég í kringum mig í stofunni. Stórir gluggar veita útsýni yfir Laugardaglinn. Neðst í garðinum kem ég auga á stóran tréstúf.)

RTH: Hvernig fór svo stóra trémálið? 

(Fyrir einhverjum mánuðum síðan sögðu fjölmiðlar frá deilum Gunnars og nágranna hans, en nágranninn hélt því fram að Gunnar hefði fellt tré í garði hans í leyfisleysi.)

GN: Það bara hvarf … Það var ekkert meira með það. 

RTH: Nú, ok.

GN: Enda taldi ég mig hafa fengið leyfi fyrir þessu. Ég held að honum hafi bara langað að komast í blöðin. 

(Það bankar einhver á dyr. Gunni röltir fram yfirvegaður og opnar hurðina. Í dyragættinni stendur Allan ljósmyndari, hress að vanda. Er Allan röltir fram í stofu kemur hann auga á gítar í sófanum.)

Allan: Ertu að glamra?

GN: Ekki mikið … aðallega Matt, vinur minn, sem er hjá mér. Á hverju kvöldi spilar hann, syngur og semur tónlist. Ég kynnti hann einmitt fyrir Jökli (Kaleo) og þeir eru víst orðnir perluvinir. Jökull vill fá hann út til Bandaríkjanna í tökur. 

(Matt heitir víst Matthew Miller og kom hingað til lands til þess að æfa og kenna í Mjölni. Allan spyr hvort að við séum búnir að sjá nýjustu stikluna úr Logan, en þar hljómar lagið Way Down We Go eftir Kaleo. Gunni réttir mér kaffibolla og fær sér sæti andspænis mér, hinum megin við sófaborðið, í sófanum við gluggann.)

RTH: Það var einhver að segja mér að þú hafir farið í viðtal hjá þekktum fréttamiðli um daginn, þar sem þér fannst blaðamaður fara nokkuð frjálslega með orðin þín.

(Gunni játar því og útskýrir mál sitt.)

GN: Á einum tímapunkti spurði blaðamaður hvort að ég væri ekki til í það að eignast börn þegar ég væri eldri, 45 eða 50 ára – eða bara sleppa því yfir höfuð. Ég svaraði því neitandi og sagðist frekar vilja eignast fjögur börn með fjórum mismunandi konum, heldur en að vera orðinn fimmtíu og eitthvað og eiga engin börn. Hver heilvita maður veit að mig langar ekki að eignast fjögur börn með fjórum mismunandi konum! 

(Gunni hlær.)

GN: En ég tók bara svona til orða til þess að setja upp „worst-case scenario”; ég myndi frekar þiggja það, að eiga börnin. En þessu var stillt upp einhvern veginn svona: „Vill eignast fjögur börn með fjórum mismunandi konum.”

(Á meðan Gunni ræðir málið nánar velti ég fyrir mér gjárinnar á milli þess sem við segjum og þess sem við meinum. Stundum er líkt og að blaðamenn geri í því að ýkja gap gjárinnar, sérstaklega á tímum internetsins. Ég skipti um umræðuefni.)

Maður
hefur heyrt hryllingssögur um “ring rust” en ég veit það ekki. Ég held að það
sé meira í hausnum á manni.“ 

– Gunnar Nelson

RTH: Hvað getur þú sagt okkur um næsta bardaga?

GN: Ég myndi segja þér allt sem ég vissi ef ég vissi eitthvað. Það er í rauninni ekkert staðfest. Ég ætlaði að reyna að berjast í London í mars en það lítur út fyrir að það gæti orðið erfitt; mér skilst að það kvöld sé nánast fullbókað. 

(Gunnar ávarpar Allan, sem situr við borðstofuborðið: „Veist þú eitthvað um þetta kvöld?”)

Allan: Nei, ekki „shit” sko.

RTH: En svo er annað UFC kvöld í apríl, ekki satt?

GN: Jú, í New York. Það gæti verið eitthvað.

RTH: En það er ekki búið að staðfesta neitt?

GN: Nei.

RTH: Nú er tæpt ár liðið frá því að þú steigst síðast í búrið. Er það ekki býsna langur tími?

GN: Uhhhmmm … nei, ég hef beðið svona lengi áður. Á meðan að maður er í formi og er að æfa … en ég meiddist náttúrulega, þannig að ég hafði ekki beint annarra kosta völ. 

RTH: Hvernig er ökklinn?

GN: Hann er góður núna, þannig að ég er byrjaður að æfa á fullu á ný. Maður hefur heyrt hryllingssögur um “ring rust” (sumsé, það að vera ryðgaður í búrinu) en ég veit það ekki. Ég held að það sé meira í hausnum á manni. 

(Ég forvitnast aðeins um það hvernig venjulegur dagur líti út í lífi Gunnars en hann segist veri á ansi stífum æfingum fimm, sex sinnum í viku og síðan eru mýkri æfingar þess á milli.)

GN: Við vorum t.d. að “spar-a” (berjast í æfingaskyni) í gær, sem við gerum einu sinni í viku. Við tökum svona “fight day,” þar sem þú átt að hvíla allan daginn, mætir svo í Mjölnir og hitar upp sjálfur og græjar þig. Síðan eru fimm, fimm mínútna lotur. Ekki það að þetta sé eins og að berjast; ég er ekki að kýla menn eins og ég myndi gera inni í búrinu. 

RTH: Eitt sinn sagðist þú yfirleitt vakna á milli átta og hádegis. Er það enn raunin?

GN: Það fer svolítið eftir því hvort að ég sé með strákinn minn eða ekki (Stígur, sonur hans Gunna, verður þriggja ára í ár). En það breytir því ekki að ég er algjör nátthrafn. Ég fer yfirleitt mjög seint að sofa. Það er fast í mér. Við vöknum og æfingarnar eru klukkan eitt, flesta daga. Svo er maður mjög oft að hanga eftir á og svo fer maður aftur um kvöldið. 

„Þetta verður
flottasta MMA gym í heiminum.“ 

– Gunnar Nelson

RTH: Hvenær opnar nýja Mjölnishúsið í Öskjuhlíðinni?

GN: Við vonumst til þess að opna 18. febrúar. Við erum að bíða eftir skápum og leyfum frá Borginni; maður þarf að fá leyfi fyrir öllu og allt þarf að samræmast brunavarnareglum. Þetta er náttúrulega helvíti stórt verkefni og verður flottasta MMA gym í heiminum.

RTH: Conor McGregor var að fjárfesta, ekki satt?

GN: Við erum ekki búnir að semja við hann, en erum komnir með aðra fjárfesta inn: Arnar Gunnlaugsson og Sturla Sighvatsson, sem lék í Benjamín Dúfu. Þetta verður svo miklu meira en bara þetta hefðbundna. Það verður MMA „gym“ þarna, allt sem við erum með fyrir en í stærra rými og svo verður miklu meira í boði. Það verður líkamsræktarstöð þarna, eins og World Class, sem er ávallt opin fyrir iðkendur. Fólk getur komið og rifið í lóð eða farið á bretti, eins og þeim sýnist. Síðan ætlum við einnig að opna bar eða drukkstofu eins og við köllum það.

RTH: Drukkstofu?

GN: Já, sem er gamalt íslenskt orð yfir „krá“: Drukkstofa Óðins, sem verður hrikalega flott innréttuð í stíl víkinganna. Finnbogi Erlendsson sér um hönnunina. Drukkstofan verður á sama stað og sportbarinn var og þarna uppi þar sem Rúbín var, þar verður þreksalurinn okkar, sem sagt víkingaþrekið. Niðri verður svo glímu- og MMA salur og líkamsræktarstöð ásamt jógasal og minni sölum fyrir einkatíma. 

RTH: Þetta er náttúrulega talsvert stærra rými en gamla húsnæðið?

GN: Þetta er tvisvar sinnum stærra, u.þ.b. þrjú þúsund fermetrar. Einnig ætlum við að opna litla  rakarastofu, þar sem menn geta sest og farið í klippingu og drukkið viskí á meðan eða bjór. 

RTH: Eruð þið búnir að ráða rakara?

GN: Já, Sunna Jóhanns heitir hún, en hún hefur verið með okkur mjög lengi. 

RTH: Mig langaði svo að forvitnast aðeins um eitt: Finnst þér frægðin og velgengnin hafa breytt þér?

(Gunnar hugsar sig um.)

GN: Maður gerir sér kannski ekki grein fyrir því, vegna þess að maður breytist alltaf smá saman með árunum. En nei, mín gildi og mín sýn hafa ekkert breyst. Ég er ekkert meira að eltast við peninga. Ég geri mér alveg fyllilega grein fyrir því hvers vegna ég er að þessu: Ég elska þessa íþrótt. Þetta er vinna sem ég hef hrikalega gaman að. Það að fólk kunni að meta það sem ég er að gera er náttúrulega bara frábært. Auðvitað getur áreitið verið erfitt, stundum. Ég er ekki beint þessi „flashy“ týpa sem hefur gaman af athyglinni. Ég sækist ekki í frægðina. Það er ekkert sérstaklega heillandi fyrir mig, þó svo að ég kunni að meta stuðninginn. Ég met hann mikils. Það gefur manni oft alveg hrikalega góða tilfinningu, að finna fyrir öllum stuðningnum, það er mikilvægt. Væntanlega á það sama við um aðra íþróttamenn. En ég hugsa að þetta hafi voða lítið breytt mér. Ég held að ég sé sami aulinn úr 104. 

(Gunni hlær. Ég velti því fyrir mér hvort orðið „auli“ eigi vel við um Gunna.)

GN: Ef ég á að vera alveg hreinskilinn.

„Fólk gerir sér einfaldlega ekki grein fyrir hversu ómannlegt og hversu óeðlilegt það er, að fá svona endalaust áreiti.“

– Gunnar Nelson

RTH: Hefurður lært eitthvað af þessu ferðalagi?

GN: Jáaa, já, já, maður lærir helling um sjálfan sig og fólk. Maður fær að upplifa eitthvað sem annað fólk upplifir ekki. Það er kannski eitt, sérstaklega, sem manni finnst kannski ekki allir gera sér grein fyrir, sem tengist áreitinu sem fylgir þessu. Fólk er gjarnt að dæma frægt fólk fyrir að haga sér svona eða hinsegin – eins og t.d. Justin Bieber, maður sem er gjörsamlega hokinn af frægð. Ég hef ekki kynnst brotabroti af því sem svona menn hafa kynnst. Russell Crowe kom hingað til lands einhvern tímann og var víst ansi styggur. Fólk dæmir oft eftir þessu: „Hann er bara leiðinlegur, hann Russell Crowe. Hann er góður með sig.“ En fólk gerir sér einfaldlega ekki grein fyrir hversu ómannlegt og hversu óeðlilegt það er að fá svona endalaust áreiti. Ég hef fengið pínku, pínkulítið af þessu, en er ekki beint týpan sem þrífst í þessu umhverfi, þannig að ég veit alveg hvernig það er og get sett mig í fótspor þessa fólks. Eins og t.d. kvikmyndastjörnur; fólk er búið að tengjast þessu fólki svo miklum tilfinningaböndum. Þetta getur örugglega breytt manni og sett mann alveg á hliðina, á tímum. Þess vegna finnst mér erfitt að dæma fólk þegar það hagar sér kannski ekki alveg eins og það á að haga sér, öllum tímum. 

RTH: Sérstaklega hvað varðar Bieber: Það er oft sagt að það fólk sem veit ekki hvert það er áður en það verður frægt er ekki líklegt til þess að uppgötva það eftir á. 

GN: Nei.

RTH: Ég bað sameiginlegan vin um að hafa samband við þig upp á þetta viðtal að gera og það reyndist mjög erfitt, en hann vildi meina að þú værir mjög lélegur að svara í símann. 

GN: Jú, ég er náttúrulega alltaf með símann á „silent.“ Ef ég þekki ekki númerið þá hringi ég ekki til baka. Ég er nógu mikið í símanum, allan daginn. Ég veit ekki hversu oft ég hef skipt um númer. 

En
ég er mjög feginn að mamma hafi ekki sett mig á lyf vegna þess
að mér finnst hafa ræst ágætlega úr mér.“

– Gunnar Nelson

RTH: Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér?

(Gunnar verður hugsi. Það er löng þögn.)

GN: Já … Ég hugsa, sko … Í seinni tíð er ég örugglega tiltölulega rólegur, að flestu leyti – þó að það sé alltaf þessi gamli refur í manni. Þegar ég var yngri þá var ég líklegri til þess að gera einhvern skandal. Það býr alveg í manni ennþá en maður hefur lært að beisla þá orku. Ég var hálf ofvirkur. Það var oft verið að reyna setja mann á lyf þegar maður var yngri. En ég er mjög feginn að mamma hafi ekki sett mig á lyf vegna þess að mér finnst hafa ræst ágætlega úr mér.

RTH: Rítalín?

GN: Já, ég hugsa að ég hafi lært mjög vel inn á mína líðan og þá orku sem ég hef. Mér finnst ég hafa lært að beina henni í rétta átt, fundið mér eitthvað að gera sem ég elska og mér finnst ég vera rosalega þakklátur fyrir það. Ég er hriklega orkumikill og ör þrátt fyrir það að ég virki sem rólegur og yfirvegaður. Ég á erfitt með að sitja kyrr og spjalla tímunum saman, þó að það sé ekkert mál að fara í viðtöl. Ég sæki rosalega mikið í eitthvað sem er líkamlegt – eða með því að einbeita mér að einhverju sem ég hef áhuga á. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætti að lýsa sjálfum mér … það er örugglega auðveldara að fá vini sína til þess að lýsa manni … maður spáir kannski ekki nógu mikið í því.

RTH: En ég held að þú hafir nú lýst þessu ágætlega: maður sem er að gera það sem hann elskar en er kannski ekki allur þar sem hann er séður; er mjög rólegur á yfirborðinu en mjög ör og orkumikill innra með sér. Er það ekki eitthvað?

GN: Jú, ég held að það sé nokkuð „spot on.“ 

Allan: Myndirðu skrifa þetta á Tinder „profile-inn“ þinn?

(Við hlæjum.)

GN: Já. 

„Ég
hef stundum horft á bardaga og hugsað: ,Þessi maður tók fleiri
höfuðhögg þ
arna en ég hef tekið alla ævi í þessum eina
bardaga.’“

– Gunnar Nelson

RTH: Bróðir minn er í doktorsnámi í Kaliforníu þar sem hann rannsakar áhrif höfuðhögga á heilann, meðal annars. Þetta hefur verið mikið í fjölmiðlum vestan hafs, sérstaklega hvað varðar bandaríska ruðningskappa. Fjölmargir ruðningskappar hafa greinst með CTE (Chronic Traumatic Encephalopathy), sem er hrörnunarveiki. Er þetta eitthvað sem þú pælir í?

GN: Ég pæli í þessu. Ég er náttúrulega þannig að ég tek voðalega lítið af höfuðhöggum og hef alltaf gert. Ég hef ákveðið „instinct“ að passa á mér höfuðið. Ekki það, ég get alveg tekið við höfuðhöggum. Hef alltaf getað tekið ágætlega af höggum. Það hefur ekki verið neitt vandamál. Sumir eiga mjög erfitt með það að taka höggunum, það er mismunandi eftir fólki. En hvort sem þú getir tekið við þeim eða ekki þá held ég að það sé alls ekki æskilegt að láta berja þig í hausinn endlaust. Það gefur alveg augaleið. Eins og ég segi, þá held að ég hafi bæði verið heppinn með það og er lika mjög meðvitaður. Minn stíll er svolítið þannig að í gegnum minn feril og hvernig ég æfi, þá hef ég tekið svo miklu miklu færri höfuðhögg heldur en margir aðrir. Ég hef stundum horft á bardaga og hugsað: „Þessi maður tók fleiri höfuðhögg þarna en ég hef tekið alla ævi í þessum eina bardaga.“ Svo á hann kannski tuttugu aðra bardaga að baki og æfingar. Ég get rétt ímyndað mér hvernig þessir menn æfa, miðað við þær sögur sem maður fær að heyra. Maður þarf að passa sig á þessu. Ég held samt að boxið sé aðeins verra. Það snýst bara um að slá, en við erum náttúrulega líka svo mikið að glíma.

RTH: Ég var að lesa um bandaríska MMA bardagakappan Jordan Parsons, sem lést í bílslysi í fyrra. Eftir að hann lést var hann krufinn, en mér skilst að það sé aðeins mögulegt að staðfesta CTE greiningu eftir að viðkomandi er látinn. Það kom víst í ljós að hann var með CTE. Einnig voru tveir aðrir reyndir MMA kappar sem bera með sér öll einkennin?

GN: Verða þeir þá hálf sljóir?

RTH: Já, ég held að þetta einkennist af athyglisbresti, áttavillu, svima og höfuðverk. Þetta er kannski svipað og það sem Ali gekk í gegnum, nema hann var með Parkinson í ofanálag. 

GN: Hann var náttúrulega rosalega veikur.

RTH: En það má segja að þinn stíll sé þannig að þú tekur við færri höfuðhöggum og passar sérstaklega upp á þetta.

GN: Frá því að ég byrjaði sá ég það alltaf sem besta kostinn að taka andstæðinginn niður og að komast ofan á hann. Þetta er í rauninni voðalega einfalt; þegar ég stend á móti manni þá erum við jafnir, en um leið og ég kemst ofan á hann þá erum við ekki lengur jafnir. Það er miklu praktískara ef ég get hengt hann, þá er það helvíti hentugt. En oft þar maður að mýkja menn upp, fyrir það. Það fylgir þessu. 

„Mamma segir að hann sé alveg eins og ég var hvað varðar berserkarhátt – ég á hann víst alveg skilið.“

– Gunnar Nelson

RTH: Hvað sérðu fyrir þér að berjast lengi? 

GN: Já, bara eins lengi og ég hef það í mér. Ekki það, það er örugglega margt sem ég hef áhuga á að gera eftir að ég er hættur að berjast.

RTH: Eins og hvað?

GN: Ja bara eins og að kenna og að sinna Mjölni. Snúa mér að kennslu þegar ég er hættur, örugglega fyrst og fremst.

RTH: Heldurðu að Stígur komi til með að berjast?

GN: Miðað við hvernig hann hagar sér. Mamma segir að hann sé alveg eins og ég var hvað varðar berserkjarhátt – ég á hann víst alveg skilið. 

(Við hlæjum.)

RTH: En þú ætlar ekkert að hvetja hann sérstaklega í þessa átt?

GN: Nei, ég held að það þurfi ekki og ég ætla bara leyfa honum að finna það sem honum langar að gera, alveg eins og ég fann það sem mig langaði að gera.

(Aftur er barið að dyrum, nú er það eftirlitskona frá rafmagnsveitunni. Á meðan stöndum við Allan upp úr sætum okkar og skipuleggjum myndatökuna. Þegar Gunni snýr til baka biður Allan hann um að fara í hlýrarbol.)

GN: Byssurnar út? 

Allan: Já. 

(Gunni kemur til baka íklæddur dökkbláum hlýrarbol: „byssurnar ut.“ Á meðan Allan smellir af myndum, spjöllum við Gunni um lífið og veginn. Ég segi honum frá nýstofnuðum bókaklúbbi sem ber heitið Viskí og bækur: „Ég hef mikinn áhuga á öðru þeirra,“ segir hann. Í kjölfarið kem ég auga á nokkrar fallegar viskíflöskur í stofunni og hæli honum fyrir að eiga „ágætis safn.“ „Þetta fer nú yfirleitt strax,“ bætir hann við. Allan krefst þess, kurteisislega, að Gunnar sýni myndavélinni aukna athygli og samtalið fjarar hægt og rólega út. Flassið blikkar. Klikk. Klikk. Klikk. Frá stofuborðinu í horninu fylgist ég með myndatökunni, dreg mig í skáldlegt hlé. „Það er mótsagnakennd nautn sem fylgir því að virða Nelson fyrir sér,“ hugsa ég með sjálfum mér: „Hann er í senn fagur og ógnvekjandi, og gæti væntanlega tortímt flestum mönnum – ef löngunin væri fyrir hendi.“)

Auglýsing

læk

Instagram