today-is-a-good-day

„Fékk mitt fyrsta flúr 12 ára“ – Black Pox fer í tattú á Memoria (myndband)

SKE Blek

Í síðustu viku slóst SKE í för með rapparanum Black Pox er hann leit við á húðflúrstofuna Memoria á Klapparstígnum og þá í því augnamiði að fegra þegar skrautlegan handlegg – með einu flúri til viðbótar (sjá hér fyrir ofan). SKE spurði hann spjörunum úr á meðan hann sat í stólnum.

Líkt og fram kemur í viðtalinu féll Pox snemma fyrir húðflúrum:

„Ég held að ég hafi verið 12 ára þegar ég fékk mitt fyrsta. Síðan þá hefur þetta bara haldið áfram.“

– Black Pox

Black Pox átti, að margra mati, einu sterkustu innkomuna á íslensku rappsenuna sem nýliði í fyrra. Átti hann jafnframt tvö lög á árslista útvarpsþáttar Kronik yfir 35 bestu íslensku rapplögin árið 2017; lagið Feluleikur var í 24. sæti listans og lagið Watch Me, sem Pox samdi í samstarfi við Prince Fendi og Countess Malaise, var í 19. sæti listans. 

Auglýsing

læk

Instagram