Fullir vasar spilað yfir milljón sinnum á Spotify

Auglýsing

Það dró til tíðinda í vikunni þegar lagið Fullir vasar eftir Aron Can var spilað í milljónasta skiptið á Spotify.

Fullir vasar er annað vinsælasta lag Arons á Spotify en aðeins hefur lagið Enginn mórall verið spilað oftar (í þessum rituðu orðum hafa notendur Spotify hlustað á Enginn mórall yfir 1.100.000 sinnum.)

Fáir íslenskir rapparar geta státað sig af þvíumlíkum vinsældum; aðeins lagið Silfurskotta eftir Emmsjé Gauta nýtur sambærilegra vinsælda – en Aron Can syngur, eins og flestir vita, viðlag lagsins.

Auglýsing

Hvað vinsældir laga eftir íslenska tónlistarmenn á Spotify varðar trónir þó lagið Little Talks eftir hljómsveitina Of Monsters and Men á toppnum en lagið hefur verið spilað yfir 280 milljón sinnum. 

Hljómsveitin Kaleo er einnig vinsæl á streymisveitunni en lagið Way Down We Go  hefur verið spilað yfir 120 milljón sinnum. 

Þá nýtur tónlist Ólafs Arnalds einnig mikilla vinsælda en lagið Þú ert jörðin hefur verið spilað yfir 40 milljón sinnum. Athygli vekur að ekkert lag eftir Björk er á meðal tíu vinsælasta laga íslenskra tónlistarmanna á Spotify (sjá hér fyrir neðan).

Vinsæl lög eftir íslenska tónlistarmenn á Spotify*

Little Talks (Of Monsters and Men) – 280.711.521
Way Down We Go (Kaleo) – 119.838.592
All the Pretty Girls (Kaleo) – 59.895.123
Crystals (Of Monsters and Men) – 56.740.712
Þú ert jörðin (Ólafur Arnalds) – 43.921.08
Hoppípolla (Sigur Rós) – 29.434.909
Sunny Road (Emiliana Torrini) – 26.231.864
Near Light (Ólafur Arnalds) – 22.237.045
Jungle Drum (Emiliana Torrini) – 22.282.835
No Good (Kaleo) – 21.072.818
Tomorrow’s Song (Ólafur Arnalds) – 16.935.349
Untitled 3 (Sigur Rós) – 14.115.375
Army of Me (Björk) – 13.713.395
We Have a Map of the Piano  (Múm) – 9.506.690
Going Home (Ásgeir Trausti) – 8.839.656
Silfurskotta (Emmsjé Gauti feat. Aron Can) – 1.217.807
Enginn mórall (Aron Can) – 1.136.000
Fullir vasar (Aron Can) – 1.002.035

*Listinn er ekki tæmandi (tvö, þrjú vinsælustu lög tiltekinnar hljómsveitar voru sett á listann).

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram