Gagnrýnendur líta “All Eyez on Me” hornauga

Auglýsing

Í gær var kvikmyndin All Eyez on Me forsýnd í Regency Village kvikmyndahúsinu í Hollywood en myndin segir sanna sögu rapptónlistarmannsins Tupac Shakur. Aðalhlutverk myndarinnar leikur Demetrius Shipp Jr. og er það Benny Boom – sem er hvað þekktastur fyrir leikstjórn sína á tónlistarmyndböndum – sem leikstýrir. 

Óhætt er að segja að myndarinnar hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu meðal áhugafólks rapps og þá sérstaklega í ljósi velgengni kvikmyndarinnar Straight Outta Compton sem kom út árið 2015. Straight Outta Compton segir sögu rappsveitarinnar N.W.A. sem var upp á sitt besta um svipað leyti, eða aðeins fyrr, og Tupac Shakur (Tupac fæddist árið 1971 og var skotinn til bana árið 1996, aðeins 25 ára gamall).

Auglýsing

Það kom því fáum á óvart að mörg þekkt andlit létu sjá sig á rauða dreglinum í gær og má þar helst nefna hnefaleikamanninn Floyd Mayweather og rapparana E-40, MC Hammer og Big Boi (Outkast). Spurðu blaðamenn meðal annars út í uppáhalds lög þessara manna og voru svörin áhugaverð:

MC Hammer – Shed So Many Tears, To Live and Die in L.A., Dear Mama

E-40 – I Ain’t Mad At Cha

Big Boi – Brenda’s Got a Baby, Soulja Story

Floyd Mayweather – „Öll lögin hans Tupac eru góð.“

Í kjölfar forsýningarinnar kvöddu gagnrýnendur sér hljóðs og lýstu skoðun sinni á myndinni í prenti – en ólíkt kvikmyndinni Straight Outta Compton þá fær All Eyez on Me afar laka dóma; um þann mund sem þessi grein er rituð er myndin með 26% á vefsíðunni Rotten Tomatoes:

„All Eyez on Me er með öllu andlaus. Líf Tupac var allt nema.“ 

– New York Times (Glenn Kenny)

„Klúðursleg kvikmynd sem mun ekki verða til þess að Tupac Shakur eignist fleiri aðdáendur og mun vafalaust valda þeim sem dá hann fyrir vonbrigðum.“

– Newsday (Rafer Guzman)

„Það eru margar tegundir af slæmum kvikmyndum og All Eyez on Me er af þeirri tegund sem veldur manni hjartarsorg.“

– Metro (Matt Prigge)

En ekki eru allir gagnrýnendur jafn harðorðir í garð myndarinnar: flestir eru sammála um að Demetrius Shipp Jr. standi sig með prýði. Gagnrýnandinn Owen Gleiberman hjá Variety segir einnig að þó svo að myndin sé grautarleg og gölluð þá er hún engu að síður töfrandi á sinn hátt.

Nánar: https://www.rottentomatoes.com…

All Eyez on Me verður frumsýnd á Íslandi næstkomandi 12. júlí.

Hvað sem gæði myndarinnar varðar þá lifir tónlistin góðu lífi. Tökum við hjá SKE í sama streng og MC Hammer: Dear Mama (Kæra Mamma) er sígilt.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram