„Jafn kunnugur tónlist J Dilla og Coltrane.“

Auglýsing

Viðburðir

Síðastliðinn 16. október sat saxófónleikarinn Kamasi Washington fyrir svörum blaðamannsins John Lewis hjá breska dagblaðinu The Guardian. 

Hóf Lewis viðtalið á því að forvitnast um þessa nýju kynslóð djasslistamanna sem virtist nokkuð frábrugðin fyrirrennurum hennar. 

Auglýsing

Viðbrögð Washington við spurningunni voru ansi áhugaverð: 

„Nú erum við með allt aðra kynslóð djasslistamanna sem ólust upp við Hip-Hop tónlist – samhliða röppurum og plötusnúðum; við höfum hlustað á þessa tónlist alla okkar ævi. Við erum jafn kunnugir tónlist J Dilla og Dr. Dre eins og tónlist Mingus og Coltrane.“

– Kamasi Washington

Í greininni rekur blaðamaður tengsl Hip-Hops og djass að minnsta kosti 30 ár aftur í tímann til hljómsveita á borð við Gang Starr, A Tribe Called Quest og Jungle Brothers og bætir því við að rapparar eins og Nas, Biggie og Rakim höfðu allir talað um það hversu mikil áhrif djasstónlist hafði á þá sem listamenn.

(Í þessu samhengi er kannski við hæfi að minnast á lagið Bridging the Gap sem rapparinn Nas tileinkar föður sínum en eins og fram kemur í greininni er Nas sonur djassarans Olu Dara. Texti lagsins fjallar um þessi sterku tengsl rapps við aðrar eldri tónlistarstefnur.)

Síðar ritar blaðamaður að enginn annar djasslistamaður er jafn skýrt dæmi um þessi tengsl á milli rapps og djass í dag eins og viðmælandi hans, Kamasi Washington. Máli sínu til stuðnings vísar hann í hlutverk Washington á plötunni To Pimp a Butterfly sem rapparinn Kendrick Lamar gaf út árið 2015 en Washington var einskonar tónlistarlegur stjórnandi („musical director“) plötunnar. To Pimp a Butterfly var tilnefnd til 11 Grammy verðlauna og var meðal annars valin rappplata ársins af Grammy nefndinni.

Nánar: https://www.theguardian.com/mu…

Því er óhætt að segja að aðdáendur djass og Hip-Hops eigi eftir að njóta sín vel sunnudaginn 16. júlí þegar Kamasi Washington stígur á svið í Gamla Bíó ásamt Högna Egilssyni, Fox Train Safari og Ásu. 

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Miðar eru í boði á Miði.is 

Forsala: 3.500 ISK
Við hurð: 4.500 ISK 

https://bit.ly/Jazz-Extravaganza

Hér fyrir neðan geta áhugasamir hlustað á nokkur góð lög eftir Kamasi Washington (mælum við sérstaklega með túlkun hans á laginu Clair de Lune eftir Debussy).

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram