Joey Christ gefur út sína fyrstu hljóðversplötu: Anxiety City

Auglýsing

Í dag (3. júlí) kom platan Anxiety City eftir rapparann Joey Christ út en platan er gefin út af Sticky Records. Platan inniheldur níu lög og skartar góðum gestum á borð við Högna (Hjaltalín), Sturlu Atlas, Birni, 101 Boys og Flona:

„Eftir margra mánaða vinnu er mín fyrsta sóló plata, Anxiety City, komin á netið. Platan er concept verk þar sem unnið er með kvíða, bæði okkar kvíða og annarra. Eftir viku mun ég svo gefa út mixteipið Joey þar sem ég ásamt fríðu föruneyti röppum á móðurmálinu. Ég er stoltur af þessum verkum og vona að þið gefið ykkur tíma til að hlusta.“

– Joey Christ

Hér fyrir neðan má sjá lagalista plötunnar:

1. Reykjavík feat. Högni
2. CDG feat. Sturla Atlas
3. Ticky
4. Nervous Breakdown Interlude
5. Peng Ting feat. Fevor, Birnir, Prince Fendi
6. Confessions, Pt. 2
7. Honda Jazz Music feat. 101 Boys, Jacob Mohamed
8. The Party feat. Floni
9. Do’ Boy feat. Sturla Atlas

Platan er aðgengileg á Spotify:

Auglýsing

Lagið Joey Christ verður væntanlega að finna á mixteipinu Joey sem kemur út eftir viku:

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram