Lefty Hooks skýtur á Alviu og Kilo í Kronik

Auglýsing

Rúm vika er liðin frá því að rapparinn Lefty Hooks, einnig þekktur sem Antlew úr tvíeykinu Antlew & Maximum, kíkti við í útvarpsþáttinn Kronik á X-inu 977. 

Lefty Hooks var í miklu stuði en ásamt því að spjalla við umsjónarmenn þáttarins um tónlist sína rappaði hann einnig yfir lagið Mask Off eftir Future (sjá hér fyrir ofan). 

Í erindinu sem hann flutti skaut hann léttum skotum á kollega sína Alviu og Kilo:

Auglýsing

No delicate flows /
For Elegant Hoes /

Yeah, you do the algebra, Alvia /
Lew come through like its nostalgia  /

War general: King of the cipher /
There ain’t a rapper on this island that I think is nicer /
Yeah, you might say “Kilo” /
Hmmm … but I think he know /

Allt var þetta þó gert í góðu en í lok erindsins áréttaði Lefty Hooks að hann væri aðdáandi þeirra beggja:

„Ég var ekki að reyna dissa Alviu heldur, mér finnst hún góð … og Kilo er minn maður líka.“

– Lefty Hooks

Áhugasamir geta hlýtt á tónlist Lefty Hooks á Youtube en um þessar mundir gefur hann út tónlist með reggísveitinni Lefty Hooks & The Right Thingz og 40 Boyz.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram