today-is-a-good-day

Lóa 2016 – Aron Can & Kött Grá Pjé komu óvænt fram.

Kolbrún Klara skaut myndir

Vorboðinn ljúfi kom fram á Prikinu þann 21.5 með miklum látum í samstarfi við Corona.

Um er að ræða partý sem gengur undir nafninu Lóa .

Útvarpsþátturinn Tetriz undir stjórn Benna B-Ruff kom fram og með honum Dj Fingaprint en einnig komu fram plötusnúðahóparnir Plútó (Ewok, Skeng, Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandri, Skurður, Julia, Nærvera, Ozy, Maggi B) og BLOKK(Viktor Birgiss, FKNHNDSM, Áskell, Intr0beatz, Jónbjörn, Jón Reginbald og Ómar E.) En þessir þrír hópar komu fram á efri hæðinni og ætlaði gólfið á köflum að hrynja.

Kempurnar Jay-O, Logi Pedro og B-Ruff gerðu allt vitlaust með syrpum sínum á neðri hæð. Á efri og neðri hæð Priksins voru Ofur kerfi (Funktion One) til að tryggja sem þéttast tónaflóð. Fyrri part kvölds eða frá kl. 20:30 voru plötusnúðar á vegum BLOKK með tónlist í porti Priksins en partiið var svo fært inn þegar leið á kvöldið.

Allt sauð svo uppúr þegar Aron Can og Kött Grá Pjé hentust upp á svið og gripu í mæk en það var óvænt skemmtun inn í syrpu hjá Benna B-Ruff.

Kolbrún Klara Gunnarsdóttir skaut myndir.

Auglýsing

læk

Instagram