today-is-a-good-day

Lord Pusswhip fagnar útgáfu – tónleikar á Gauknum á morgun

Á morgun, föstudaginn 23. mars, fagnar Lady Boy Records útgáfu plötunnar Stationz ov the Puss eftir Lord Pusswhip með sérstökum tónleikum á Gauknum. 

Um ræðir nýja safnkassettu sem er „einskonar framhald af Lord Pusswhip is Dead sem kom út í fyrra,“ en þannig lýsti Lord Pusswhip—sem heitir réttu nafni Þórður Ingi Jónsson—útgáfunni í samtali við SKE í gær: 

„Sú plata var samansafn af gamla íslenska rappdótinu frá Pusswhip frá árunum 2012-2015 en áhersla „Stations ov the Puss“ er á töktum af SoundCloud-síðu Pusswhips—vel valið safn af brautryðjandi hljómum. Dark Prince Fendi úr Geisha Cartel hitar upp en hann er að koma fram einn síns liðs („solo“) í fyrsta sinn. Þá þeytir Harry Knuckles frá útgáfunni Ladyboy Records skífum.“

– Lord Pusswhip

Aðgangur kostar litlar 1.000 krónur. Nánari upplýsingar um tónleikana eru að finna á Facebook-síðu viðburðarins (sjá hlekk hér að neðan).

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Lord Pusswhip:

Harry Knuckles:

Prince Fendi:

Auglýsing

læk

Instagram