Lukku Láki flytur „Tilfinningar“ í hljóðveri Sýrlands (myndband)

Sýrland Sessions

Í nýjasta þætti vefseríunnar Sýrland Sessions flytur íslenski rapparinn Lukku Láki (Ísak Sigurðarson) lagið Tilfinningar í hljóðveri Sýrlands.

Líkt og fram kemur í viðtalinu er Lukku Láki búsettur í Hafnarfirði og er góðvinur tvíeykisins JóiPé x Króli:

„Ég náttúrulega bý með Kidda (Króla) og JóiPé—ég kalla hann bara Jóa—er líka minn besti vinur. Ég ætlaði upphaflega að pródúsa en svo gáfu þeir út plötu og mér fannst alltof flókið að pródúsa. Ég ákvað því að rappa í staðinn. Ég fylgdi í þeirra spor … en er núna að þróa minn eigin stíl og ætla mér að vinna hart að því.“

– Lukku Láki (Ísak Sigurðarson)

Lagið Tilfinningar er að finna á plötunni Lukku Láki, Vol. 1 sem rapparinn gaf út fyrr á árinu (sjá hér að neðan). 

Að lokum má þess geta að Lukku Láki treður upp á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. 

Nánar: https://www.dalurinn.is/

Auglýsing

læk

Instagram