today-is-a-good-day

MIMRA fagnar útgáfu „Sinking Island“ í Bæjarbíó í kvöld

Síðastliðinn 9. október gaf tónlistarkonan MIMRA (María Magnúsdóttir) út plötuna Sinking Island en í kvöld (8. nóvember) hyggst söngkonan fagna útgáfunni formlega með tónleikum í Bæjarbíó í Hafnarfirði. Tónleikarnir hefjast 20:30 og eru miðar til sölu á Tix.is.

Nánar: https://tix.is/is/event/5060/m…

Facebook: https://www.facebook.com/event…

Platan Sinking Island er sköpunarverk sem MIMRA samdi á nokkurra ára tímabili á meðan hún var búsett í Hollandi og Englandi. MIMRA sá sjálf um alla upptökustjórn, hljóðhönnun og hljóðblöndun og var útgáfa plötunnar fjármögnuð í gegnum Karolina Fund í sumar. Á tónleikunum verður gripurinn til sölu á sérstökum tónleikaprís bæði á vínyl formi og á geisladisk.

Líklegast komst söngkonan Ragnheiður Gröndal best að orði þegar hún lýsti plötunni Sinking Island á Facebook-síðu sinni í lok október:

„Ég var eiginlega hálforðlaus af því að hlusta á hana. Þetta er safn af sprúðlandi, grípandi og góðum lagasmíðum og útsetningum þar sem ekki er að finna einn einasta dauða punkt að mínu mati – í gegnum ALLT verkið. Frumleg og fersk tónlist sem vex með hverri hlustun og maður uppgötvar eitthvað nýtt. Sannkallaður eyrnakonfekts-hljómvefur. Sinking Island er eitt besta og metnaðarfyllsta verk sem ég hef heyrt á árinu … Viljiði plís plís plís gefa ykkur tíma til að hlusta og njóta og fara á tónleika með henni í Bæjarbíó 8. nóvember!“

– Ragnheiður Gröndal

Hér fyrir neðan er svo platan í heild sinni á Spotify ásamt tveimur myndböndum af heimsókn MIMRU í hljóðver SKE frá því í október.

Auglýsing

læk

Instagram