today-is-a-good-day

„Minna en króna fyrir hverja spilun á Spotify.“ – SKE kíkir á rúntinn með Birgi

Í bílnum

Nýverið kíkti SKE á rúntinn með söngvaranum Birgi en um ræðir tíunda þátt myndbandsseríunnar Í bílnum (sjá hér að ofan). 

Birgir hefur fagnað góðu gengi síðastliðna mánuði en ásamt því að hafa komið fram á Íslensku Tónlistarverðlaununum í síðustu viku heldur lagið hans Can You Feel It áfram að gera góða hluti á streymisveitunni Spotify; lagið hefur verið spilað rúmlega sjö milljón sinnum frá því að það kom út síðasta sumar. 

Birgir—sem heitir fullu nafni Birgir Steinn Stefánsson—er sonur söngvarans Stefáns Hilmarssonar en líkt og fram kemur í viðtalinu hélt Birgir lengi vel að faðir sinn væri trommuleikari: 

„Lengi hélt ég að hann væri trommari. Þegar ég var yngri … það var alltaf bongótromma inni í bílskúr. Svona ein bongótromma. Ég hef verið svona níu ára, kannski. Þá hélt ég bara: bongótromma – ,já pabbi er trommari.’ Hann var alltaf úti á kvöldin: ,Já, pabbi er að tromma.’“

– Birgir

Birgir stefnir að því að gefa út nýja EP plötu í vor en síðast gaf hann út samnefnda plötu (Birgir) sumarið 2017. 

(Hér fyrir neðan eru svo síðustu tveir þættir Í bílnum.)

Auglýsing

læk

Instagram