Nokkrir ómissandi hlaðvarpsþættir fyrir sumarið

Auglýsing

Sumarið er tími ferðalaga – og það versta við það að ferðast er ferðin sjálf, yfirleitt: að sitja fastur í bíl, flugvél eða skipi og dreyma um frelsið. Þá er gott að draga athyglina frá prísund farartækisins með menningu – og eru fá menningarleg fyrirbæri jafn vel til þess fallinn og hlaðvarpið. 

Nýverið tók SKE saman sjö góða hlaðvarpsþætti sem gætu aðstoðað hlustendur við að frelsa hugann frá fangelsi samgöngutækjanna og sem hafa, jafnframt, verið í fullum gangi í sumar. 

1. Mogul

Auglýsing

Síðastliðinn 16. júní gaf Gimlet Media út fyrsta þáttinn í hlaðvarpsseríunni Mogul sem fjallar um ævi viðskiptajöfursins Chris Lighty (í raun kom hlaðvarpsserían út á Spotify í vor en það var ekki fyrr en í júní sem þátturinn var aðgengilegur annars staðar). 

Chris Lighty fæddist þann 8. maí 1968 í Bronx, New York og lést 30. ágúst 2012 í sama hverfi. Má því að segja að Lighty hafi verið viðstaddur fæðingu Hip-Hop menningar í New York og tekið virkan þátt í uppeldi þess og þroska; fór hann úr því að bera plötukassa fyrir hinn goðsagnakennda DJ Red Alert í það að sinna markaðs- og umboðsstörfum fyrir marga þekktustu rappara sögunnar þar á meðal Nas, Mobb Deep, Missy Elliott, LL Cool J, 50 Cent og fleiri. Eins og fram kemur í fyrsta þætti Mogul þá er eitthvað gruggugt við dauða Lighty. 

Þættinum stýrir lögfræðingurinn Reggie Ossé, einnig þekktur sem Combat Jack, en hann hefur meðal annars ritstýrt Hip-Hop tímaritinu The Source. Í þessum rituðu orðum hafa fjórir þættir komið út og eru því aðeins tveir þættir eftir. Nýr þáttur kemur út hvern föstudag.

Mælum við sérstaklega með fjórða þætti Mogul þar sem rapparinn og friðarspillirinn DMX kemur við sögu.

Nánar: https://gimletmedia.com/mogul/

2. A Piece of Work

Slagorð hlaðvarpsþáttarins A Piece of Work er „ Allt sem þið langaði að vita um list en þorðir ekki að spyrja“ en í þættinum fær leikkonan Abbie Jacobson góða gesti til sín – gesti á borð við Hannibal Buress, Tavi Gevinson, RuPaul, og Questlove – með það fyrir marki að ræða þekkt listaverk eftir fræga listamenn á aðgengilegan máta. 

A Piece of Work er unnið í samstarfi við listasafnið MOMA í New York og munu alls 10 þættir koma út í seríunni (fjórir þættir hafa þegar komið út og mælum við sérstaklega með fyrsta þætti seríunnar). 

Nánar: https://project.wnyc.org/new-p…

3. Revisionist History

Í fyrra fór rithöfundurinn og blaðamaðurinn Malcolm Gladwell í loftið með hlaðvarpsþáttinn Revisionist History í því augnamiði að varpa nýju ljósi á fræg söguleg atvik. Fyrsta sería þáttarins naut mikilla vinsælda meðal hlaðvarpsaðdáanda en síðastliðinn 15. júní fór önnur sería í loftið. 

Mælum við sérstaklega með þættinum The Foot Soldier of Birmingham þar sem Gladwell rýnir í sögu merkilegrar styttu í Alabama fylki í Bandaríkjunum. Styttan var gerð eftir frægri ljósmynd sem tekin var á tímum réttindabaráttu þeldökkra í Bandaríkjunum þar sem hvítur lögreglumaður sigar Schaefer hundi á ungan þeldökkan mann við mótmæli í borginni Birmingham í Bandaríkjunum. Ekki er allt sem sýnist.

Nánar: https://revisionisthistory.com/

4. Song Exploder

Hlaðvarpsþátturinn Song Exploder fjallar um sköpunarferlið þ.e.a.s. þá erfiðisvinnu (sálarkvöl, angist) sem oft og tíðum liggur að baki tónlistarsköpuninni. Með reglulegu millibili fær framleiðandi þáttarins, Hrishikesh Hirway, tónlistarmenn í heimsókn til sín til þess að taka eitt tiltekið lag í sundur, rás fyrir rás, og leiða síðan hlustendur í gegnum sköpunarferlið. Meistaraleg hljóðvinnsla og fagmannleg hljóðklipping gerir Song Exploder að framúrskarandi þætti.

Meðal gesta þáttarins í sumar eru Goapele, Fleet Foxes, Alt-J og Michelle Branch.

Nánar: https://songexploder.net/

5. The Inquiry

Í hverri viku leggja umsjónarmenn hlaðvarpsþáttarins The Inquiry (BBC) eina spurningu fyrir þrjá eða fjóra sérfræðinga, sem svo velta fyrrnefndri spurningu fyrir sér út frá mismunandi forsendum og sjónarmiðum.

Aðstandendur The Inquiry hafa verið iðinn við kolann í sumar en meðal þeirra spurninga sem umsjónarmenn þáttarins hafa velt fyrir sér eru „Hvað er svona merkilegt við Qatar?“ „Hefur mannfólkið alltaf verið svona þreytt?“ og „Hvernig eiga fjölmiðlar að miðla fréttum sem varða hryðjuverk?“

Nánar: https://www.bbc.co.uk/programme…

6. Entitled Opinions

Oftar en ekki er Entitled Opinions viðtalsþáttur þar sem Robert Harrison, prófessor við hinn virta Stanford háskóla í Bandaríkjunum, spjallar við lærða menn um sjaldgæf viðfangsefni á borð við kenningar Einsteins, vináttu kvenna, Rússneskan fútúrisma og Jorge Luis Borges.

Í sumar komu sjö nýir þættir út og voru viðfangsefnin áhugaverð að vanda: Donald Trump, fíkniefni í bókmenntum, bestu plöturnar frá árinu 1967, Marshall McLuhan og Henry David Thoreau svo eitthvað sé nefnt.

Nánar: https://french-italian.stanford…

7. Love Me

Love Me er hlaðvarpsþáttur sem fjallar um þá óreiðu sem gjarnan fylgir mannlegum samskiptum og samböndum. 

Önnur sería Love Me fór í loftið síðastliðinn 10. júlí og mælum við sérstaklega með nýjasta þætti seríunnar Howl: átakanlegur þáttur sem fjallar um náið samband konu og hunds (sjá hér fyrir ofan).

Nánar: https://www.cbc.ca/radio/loveme

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram