„Nú þegar orðið lag sumarsins“—nýtt frá Missy Elliott og Lizzo (“Tempo”)

Auglýsing

Fréttir

Það kemur oft í bakið á fólki, að spá fyrir um framtíðina. Árið 1962 hafnaði t.d. plötufyrirtækið Decca Recording Company hljómsveitinni Bítlunum með þeim orðum að „gítartónlist væri á niðurleið.“ Að sama skapi neitaði yfirmaður kvikmyndaversins United Artists Ronald nokkrum Reagan um hlutverk í kvikmyndinni The Best Man á þeim forsendum að hann væri „ekki trúverðugur sem forseti.“ Þá á yfirverkfræðingur bresku póstþjónustunnar einnig að hafa gert lítið úr framtíð símans á sínum tíma: „Bandaríkjamenn þarfnast kannski símans—en ekki við Bretarnar. Við erum með nóg af sendisveinum.

Þrátt fyrir þá smán sem fyrrnefndir spámenn kölluðu yfir sig (eða að minnsta kosti óþægindi) hefur bandaríska sjónvarpsstöðin MTV ákveðið að láta ekkert á sig fá; í gærkvöld (20. mars) lýsti blaðamaðurinn Trey Alston (fyrir hönd MTV) því yfir að lagið Tempo, sem tónlistarkonan Lizzo samdi í samstarfi við goðsögnina Missy Elliott, væri „nú þegar orðið lag sumarsins“ (sjá hér að ofan)—þrátt fyrir þá staðreynd að það eru þrír mánuðir í árstíðina hlýju. 

Auglýsing

Lagið Tempo er þó óneitanlega mjög grípandi og ef eitthvað er að marka viðbrögð hlustenda á Twitter er lagið mjög líklegt til vinsælda. 

Tempo verður að finna á plötunni Cuz I Love You sem Lizzo hyggst gefa út í apríl. 

Nánar: https://www.mtv.com/news/311768…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram