today-is-a-good-day

Nýtt frá KÁ-AKÁ: Nýja kynslóðin (myndband)

Í tilefni þess að norðlenski rapparinn KÁ/AKÁ kemur fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice laugardaginn 17. júní sendi hann frá sér myndband við lagið Nýja kynslóðin í dag (sjá hér fyrir ofan). 

Lagið pródúseraði Einar Már og var það Reddlights sem sá um masteringu lagsins. 

Í samtali við SKE í morgun sagði rapparinn að upprunalega var ætlunin sú að gefa út lagið án myndbands í gær (14. júní) en eftir æfingu á þriðjudaginn hugsaði hann með sér að það væri miklu skemmtilegra að gefa út myndband með laginu – sama hvernig það yrði og hversu stuttan tíma hann hafði til stefnu – þar sem lagið átti alltaf að koma út fyrir Secret Solstice sem byrjar í dag:

„Ég fór því á fullt að græja myndavél og pródúsent og heyrði í Sölva vini mínum sem var 100% klár – þó svo að fyrirvarinn væri enginn. Við eginlega hugsuðum þetta voða lítið; vissum að við værum að fara út á Hjalteyri á Ytri Bakka, þar sem yngsti bóndi landsins býr, Vikar Mar, en hann er einn flottasti karakter sem ég hef kynnst. Ég heyrði í ,crew-inu’ og við brunuðum út á Hjalteyri með ekkert handrit og skutum einfaldlega það sem okkur datt í hug á staðnum. Vikar Mar tók mjög vel á móti okkur og tók jafnframt þátt í myndbandinu. Þetta var skotið og klippt á sólarhring en kom samt sem áður skemmtilega út. S/O á Hjalteyri og Vikar Mar,  Bjarka Kristjáns, Egil Örn, Þórodd Posa og Tómas Inga. Sjáumst á Secret Solstice!“

– KÁ/AKÁ

KÁ/AKÁ stígur á svið laugardaginn 17. júní í Fenrir en nákvæm tímasetning er að finna á Secret Solstice appinu. 

Auglýsing

læk

Instagram