Ólympíuleikarnir í Tókýó alltaf verið „stóra markmiðið“ – SKE spjallar við Örnu Stefaníu

Auglýsing

SKE Sport

Nýverið kíkti frjálsíþróttakonan og FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir í hljóðver SKE (sjá hér fyrir ofan) en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni SKE Sport þar sem nýr íþróttamaður kíkir við í hljóðverið með reglulegu millibili og svarar nokkrum laufléttum spurningum.

Líkt og fram kemur í viðtalinu stefnir Arna Stefanía á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 – og þá í 400 metra grindahlaupi – en hún var aðeins nokkrum dögum of sein að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Brasilíu í fyrra. 

„Ég náði lágmarkinu fyrir Ríó 10 eða 12 dögum of seint í fyrra. Ég hef hlaupið undir þessu Ólympíulágmarki áður og ætla mér að ná því árið 2020. Það hefur alltaf verið stóra markmiðið. Ég hef engar áhyggjur að ég nái ekki að fylgja því.“

– Arna Stefanía

Auglýsing

Ásamt því að ræða andlegu hliðar frjálsra íþrótta mælti Arna Stefanía einnig með nokkrum góðum lögum sem koma henni í gírinn fyrir æfingar.

(Þess má einnig geta að bítið sem hljómar undir viðtalinu ber titilinn “Sky’s the Limit” og er eftir pródúsentinn Clark Kent. Rapparinn Biggie Smalls rappaði yfir bítið á plötunni “Life After Death” sem kom út árið 1997.)

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram