„Pæli mikið í hamingju og vellíðan“

SKE Sport

Í byrjun þessa árs lagði tónlistar- og knattspyrnumaðurinn Jón Ragnar Jónsson skónna á hilluna – í annað skiptið – en nú fyrir fullt og allt. Verður hann því ekki með FH í Pepsi-deildinni í sumar en leggur þó mikið kapp á að rækta líkamann, samt sem áður. 

SKE mælti sér mót við þennan fjölhæfa bjartsýnismann í Kaplakrika í síðsutu viku (sjá hér að ofan) en á meðan Jón Ragnar gerði armbeygjur, planka og upphífingar spurði blaðamaður SKE hann út í Krikann, tónlistina og lagið Lost sem söngvarinn gaf út í lok febrúar. 

Líkt og fram kemur í viðtalinu markar lagið, að einhverju leyti, nýtt upphaf fyrir söngvarann:

„Þetta markar smá nýtt upphaf hjá mér, tónlistarlega; ekki það að ég sé að skipta um stíl, heldur er ég að vinna þetta aðeins öðruvísi. Ég vann þetta með Pálma sem er í StopWaitGo. Þetta er ekki öll hljómsveitin saman eins og áður. Ekki það að ég sé búinn að segja skilið við þá, heldur var þetta í fyrsta skiptið sem ég var að stússast einn með Pálma í hljóðverinu.“

– Jón Ragnar Jónsson

Hér fyrir neðan geta lesendur hlýtt á umrætt lag.

Auglýsing

læk

Instagram