Reykjavíkurdætur hita upp fyrir Mø á G! Festival

Auglýsing

Á morgun, fimmtudag (13. júlí), stíga Reykjavíkurdætur á svið á G! Festival í Færeyjum en um ræðir árlega þriggja daga tónlistarhátíð sem haldin er utan við sjávarþorpið Gøta í Austurey.

Dagskrá hátíðarinnar í ár er myndarleg; á þriðja tug tónlistarmanna stíga á svið og má þar helst nefna Suspekt, Kris Kristofferson og Mø – en í raun má segja að Reykjavíkurdætur hiti upp fyrir hina síðastnefndu. 

Frá þessu greindi Steiney Skúladóttir á Facebook síðu sinni í gær.

„Fyrir þremur árum í dag spilaði ég í fyrsta skipti með Reykjavíkurdætrum. Ég ætlaði sko ALLS EKKI að vera með í hópnum, bara spila á þessu eina giggi, því mér fannst þetta vera hæp sem var að fara að klárast. Á eftir er ég að fara með þeim til Færeyja að spila á G! Festival þar sem við munum hita upp fyrir Mø, í ágúst förum við til Hollands, Spánar í september, Grænlands í október og Frakklands í nóvember. Þetta hlýtur samt alveg að vera að fara að klárast.“

– Steiney Skúladóttir

Árið 2017 hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt fyrir Reykjavíkurdætur en ásamt því að gefa út nýja tónlist lögðu þær einnig Borgarleikhúsið undir sig í vor með uppsetningu sýngarinnar RVKDTR – THE SHOW sem fékk jafnframt góðar viðtökur. 

Auglýsing

Einnig litu þær við hjá breska ríkisútvarpinu í apríl þar sem þær spjölluðu við umsjónarmann þáttarins BBC Radio 1, Huw Stephens, og fluttu lagið Ógeðsleg í beinni – en flutningurinn var ritskoðaður á eftirminnilegan hátt.

Nánar: https://ske.is/grein/bbc-ritsko…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram