„Reykjavíkurmær með stæla niður í tær“ – SKE spjallar við Völu Crunk

Viðtöl

SKE: Engin meinsemd er jafn hvimleið og hálfvelgjan. Sá sem hefur varið tíma sínum í návist fólks sem þjáist af þessum kvilla – kannast vel við höfuðeinkenni sjúkdómsins: göngulag sjúklingsins er tvístígandi, málfarið óskýrt, höfuðið riðar hægri og vinstri, líkt og viðkomandi sé eilíft að fylgjast með tennis. Sífelldar spurningar fylgja veikinni – en engin svör: „Hvað eigum við að borða?“ „Hvert eigum við að fara?“ „Hvað segir þú?“ Enginn sem hefur áorkað neinu merkilegu í lífinu – að heimspekingum undanskildum – hefur verið þjakaður af þessari veiki. Fólk sem gerir eitthvað merkilegt í lífinu veit hvað það vill. Eitt af því sem SKE dáist að í fari Helgu Völu Eysteinsdóttur (betur þekkt sem Vala Crunk), þ.e.a.s. ef textar hennar eru áreiðanlegir, er að hún veit hvað hún vill: Bad Boyz. Bitches. Blaze. Þetta er ekkert sérlega flókið. Í tilefni útgáfu mixteipsins, lagsins og myndbandsins „BadBoyz Bitches Blaze“ heyrði SKE í Völu og spurði hana nánar út í tónlistina, lífið og ýmislegt annað.

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Helga Vala Eysteinsdóttir
Ljósmynd: Berglaug Garðarsdóttir

SKE: Sæl og blessuð: Fyrir
þá sem ekki þekkja Völu Crunk – hvernig myndirðu lýsa sjálfri
þér?

Vala Crunk: Ég
myndi lýsa sjálfri mér sem taktfastri telpu sem fýlar góða
tónlist, texta og getting turnt: Reykjavíkurmær með stæla niður í
tær, ákveðin en ljúf og það er stutt í hláturinn en ekkert
kjaftæði.

SKE: Til
hamingju með myndbandið. Hvar var það tekið?

VC: Takk
fyrir! Þetta voru tvö mismunandi location. Berglaug Garðars
ljósmyndari reddaði hljóðveri í Ljósmyndaskólanum og svo tókum við einnig upp í GumGumClan hljóðverinu okkar Alviu. Pælingin var að hafa þetta
mjög basic en skemmtilegt, fyndið og ögrandi.

(Heilræði
Völu CrunK: taktu mánaðarlaunin þín út í 500 köllum og þú
munt spara þér bön$ af monní.)

SKE: Þú
spilaðir lagið í útvarpsþættinum Kronik síðasta sumar – hvers vegna leið svona
langur tími þangað til að það var gefið út?

VC: Einfaldlega vegna þess að ég var ekki tilbúin. Við tókum lagið upp á sínum tíma í
góðu fjöri í hljóðverinu og var það svo aldrei almennilega unnið
fyrr en nú. Mig langaði líka ekki bara að gefa þetta eina lag
út og vera svo ekki með neitt meira í höndunum þannig að
síðasta ár er ég búin að vera finna út hver ég er sem
listamaður og hvernig tónlist ég vil gefa út. Ég hef alltaf, frá
því ég var krakki, verið að rita niður upplifanir og
tilfinningar, skrifa texta og ljóð. Ég fýlaða: nice
tjáningarform. Góður vettvangur fyrir samstarf topptexta og
tóna. 

SKE: Lagið
ber titilinn ‘BadBoyz Bitches Blaze’ og vísar heiti lagsins í þá
þrjá hluti sem þú fílar. Getur þú gert grein fyrir þessu
nánar fyrir vitgrannan almúgann?

VC: Hvað
má segja og hvað ekki,
maður spyr sig. Þetta er lingo götunnar en
segir sig svo sem sjálft: Ég fýla bara þrennt: BadBoyz, Bitches, Blaze.

SKE: Þú
gafst út samnefnt mixteip fyrr á dögunum en mixteipið skartar
rapparanum Birni. Hvernig kom samstarf
ykkar til?

VC: Við
Birnir erum vinir. Við hittumst í hljóðverinu með Ými top dog aka
Whyrun. Hann blastaði bítið og lagið varð til. Ekkert
planað; bara geggjað bít, homies að chilla og gott flow.

SKE: Hver
er að pródúsera lögin á plötunni?

VC: Andri
Steinn aka HighLvl á öll beatin nema eitt. Við HighLvl erum í
miklu samstarfi og góðir vinir. Andri vann alla plötuna og
masteraði hana fyrir mig. Whyrun á bítið við Horfir á mig og vann hann það lag og gerði það að þeirri vögguvísu sem
það er.

SKE: Ertu
að spila eitthvað á næstunni?

VC: Okkur
Alviu langar að halda saman tónleika á Dillon og vera með
feitasta shittið á fóninum. Planið er að halda dúndur tónleika
í mars. Síðan er förinni heitið til Barcelona að vinna í mínu
mojo og koma svo til baka í maí, funky fresh með fullt af nýju
stuffi.

SKE: Hvenær
byrjaðirðu að rappa og hvaða listamenn veita þér innblástur?

VC: Ég
byrjaði, í rauninni, að rappa í fyrra, 2017. Ég var, og er, main hype gellan hennar Alviu en það hefur gefið mér ágætis tilfinningu fyrir því að vera á sviði og að koma fram. Síðan
hef ég bara margt um málin að segja og þá ekkert annað í
stöðunni en að koma með sitt eigið dót og tjá sig, lifa, skapa
og njóta. Alvia er klárlega minn innblástur, enda er ég hennar mesti aðdáendi: MC Dropi og Dreitill. Fallegir textar og draumkenndir taktar eru
mitt inspo, fo sho.

SKE: Eitthvað
að lokum?

VC: Bara
stay tuned, höfum gaman, crewið hér allt komið saman.

Ef þú
hefur eitthvað um málið að segja þá skaltu tjá þig /
Sjáðu
Völu CruNk á Solstice það væri svo gaman að sjá þig /

(SKE þakkar Völu kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til að kynna sér tónlist hennar nánar á Spotify og Youtube.)

Auglýsing

læk

Instagram