Söngkonan Hildur fær sér húðflúr – SKE slæst í för (myndband)

SKE Blek

Í síðustu viku slóst SKE í för með tónlistarkonunni Hildi er hún leit við á húðflúrstofuna Memoria á Klapparstígnum (sjá hér fyrir ofan) en sem mikill aðdáandi Japans ákvað Hildur að húðflúra refagrímu (Kitsune) á fótlegginn. SKE spurði hana spjörunum úr á meðan hún sat í stólnum.

Líkt og fram kemur í viðtalinu á refurinn sérstakan stað í hjarta Hildar:

„Ég er búin að ætla að fá mér eitthvað tengt Japan, því eins og þú heyrir er ég mikill aðdáandi (…) ég elska líka refi  … Þetta sameinar það tvennt. Afi minn var veiðimaður og var mikið í því að veiða yrðlinga. Hann smíðaði svona búr og (…) leyfði mér og frænku minni að leika við þá. Þegar við vorum svona fimm ára. Þannig að ég var alltaf að leika mér við litla refi þegar ég var lítil.“

– Hildur

Hildur hefur verið iðinn við kolann undanfarin misseri en ásamt því að vinna í nýrri tónlist undir eigin formerkjum hefur hún einnig tekið að sér að semja tónlist fyrir erlenda listamenn.

Auglýsing

læk

Instagram