Tónlistarleg ringulreið á nýjustu plötu rapparans Dýra: Óreiða

Auglýsing

Síðastliðinn 22. júlí gaf rapparinn Dýri út plötuna Óreiða á Spotify en um ræðir 16 laga hljóðversplötu sem meðal annars skartar gestaröppurum á borð við Sdóra (Landaboi$) og Króla (JóiPé & Króli).

Í samtali við SKE fyrir stuttu sagðist rapparinn hafa ákveðið að gefa út plötu í fyrra og síðan fylgt þeim áformum eftir:

„Í kjölfar útgáfu lagsins Velkomin í ghettóið í nóvember í fyrra ákvað ég að vinna í plötu. Stuttu síðar kviknuðu margar hugmyndir en það var ekki fyrr en í maí á þessu ári þar sem nákvæm hugmynd lá fyrir – og niðurstaðan var Óreiða. Titill plötunnar vísar í það hversu fjölbreyttur hljóðheimurinn á Óreiðu er; mig langaði að gera tilraunir með alls konar straumum úr Hip-Hop-i, bæði ,new school,’ ,old school’ og ,R&B’ að einhverju leyti. Vignir Már pródúseraði alla takta plötunnar nema einn (Starri úr Landaboi$ pródúseraði Velkomin í ghettóið). Plötuna hljóðblönduðu Vignir og Anton Karl en þeir tilheyra rapphljómsveitinni Beneboi$. Einnig fékk ég nokkra flotta tónlistarmenn til liðs við mig á plötunni og þeir eiga eitt stórt ,shout out’ skilið!“

– Dýri

Óreiða er fyrsta plata Dýra. Hér fyrir neðan geta lesendur hlýtt á plötuna í heild sinni í Spotify.

Auglýsing

Myndbönd við lögin  Orville  og  Velkomin í ghettoið. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram