Auglýsing

„Úrkoma“—útgáfutónleikar á Bravo á morgun (13. júlí)

Fréttir

Í dag (12. júlí) gaf íslenska þríeykið Regn.—sem samanstendur af taktsmiðnum Ómblíði (Adam Thor Murtomaa), rapparanum M.V. Elyahsyn (Skúli Isaaq Skúlason Qase) og Einn Skelkaður (Vigfús Steinsson)—út sína fyrstu plötu. Platan ber titilinn Úrkoma og er aðgengileg á Soundcloud (sjá hér að neðan). 

Platan geymir 12 lög og koma þrír gestarapparar við sögu á plötunni: Marlowe, Bróðir BIG og M.V. Móður.

Hljóðblöndun var í  höndum Ómblíðs og sá Einn Skelkaður um masteringu. Húðflúrið á plötuumslaginu er eftir Björn Magnússon.

Eins og fram kom í tilkynningu frá sveitinni á Facebook hyggst tvíeykið fagna útgáfunni á Bravo á morgun (13. júlí):

„Þið báðuð fyrir Regni og ykkur var lofað Úrkomu. Nú er hún er komin. Þessi plata er búin að vera lengi í vinnslu, og við erum ánægðir með afrakstur ferilsins. Þakkir til allra þeirra sem komu að gerð þessarar plötu. Platan verður gott sem flutt í heild sinni á útgáfutónleikum plötunnar á Bravó á laugardaginn … platan er einungis komin út á SoundCloud en kemur á Spotify og aðrar stærri streymiveitur eftir helgi.

– Adam Thor Murtomaa

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér: https://www.facebook.com/events/358876911674019/

Hér fyrir neðan geta áhugasamir lesið viðtal SKE við Adam Thor (Ómblíð) frá því í júní.

Nánar: https://ske.is/grein/erum-ad-vinna-i-rosalegu-verkefni-ske-spjallar-vid-adam-thor-murtomaa-regn

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing