Auglýsing

Fyrrum plötusnúður Kanye West spilar lag eftir íslenskt tvíeyki í BBC

Fréttir

DJ Craze er að margra mati einn besti plötusnúður heims. Ásamt því að vera fyrrum plötusnúður Kanye West er hann einnig eini plötusnúðurinn í heiminum sem hefur unnið DMC World DJ Championship titilinn þrisvar í röð.

Í lok nóvember var DJ Craze gestur útvarpsþáttarins The Essential Mix hjá breska ríkisútvarpinu – BBC Radio One – þar sem hann þeytti skífum fyrir hlustendur. Athygli vekur að DJ Craze spilaði lag með íslenska tvíeykinu BLKPRTY en lagið ber titilinn granny’s word (byrjar ca. 28:30).

Blkprty eru þekktastir fyrir að hafa framleitt tónlist fyrir listamenn á borð við Kilo, Röggu Holm, Dabba T, Reykjavíkurdætur, Balcony Boyz og fleiri. Tvíeykið vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu EP plötu.

(Hér fyrir neðan eru nokkur lög sem BLKPRTY hefur pródúserað fyrir íslenska listamenn.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing