Auglýsing

Gauti fagnar nýju myndbandi á Bryggjunni á fimmtudaginn

Næstkomandi fimmtudag (14. september) ætla Emmsjé Gauti og leikstjórinn Magnús Leifsson að frumsýna nýtt myndband á Bryggjunni Brugghús. Lagið ber titilinn Hógvær og er það unnið í samstarfi við Björn Val Pálsson og Reddlights og verður það jafnframt að finna á væntanlegri plötu. 

Í tilkynningu frá rapparanum á Facebook hvetur hann sem flesta til að láta sjá sig:

„Næsta fimmtudag ætlum við að frumsýna nýtt myndband við fyrsta ,single’ af nýrri plötu sem ég er að vinna í þessa dagana. Kíkið á Bryggjuna næsta fimmtudag og njótið með okkur. Það verður eitthvað um veitingar í vökvaformi í okkar boði og eftir að þær klárast get ég staðfest góð tilboð á barnum.“

– Emmsjé Gauti

Nánar. https://www.facebook.com/event…

Þess má geta að tæpt ár er liðið frá því að Gauti gaf út plötuna 16. nóvember. Síðast sendi hann frá sér myndband við lagið Lyfti mér upp í maí á þessu ári. 

Leikstjórinn Magnús Leifsson hefur verið iðinn við kolann í ár; ásamt því að hafa leikstýrt þremur myndböndum fyrir tvíeykið Úlf Úlf á hann einnig heiður á sérstöku kynningarmyndbandi fyrir bókina Stofuhiti eftir Berg Ebba.

Ekki er þetta í fyrsta skipti sem Magnús Leifsson og Emmsjé Gauti leiða hesta sína saman en áður unnu þeir saman að gerð myndbandanna við lögin Strákarnir og Svona er þetta

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing