Auglýsing

GDMA gefur út nýtt lag á Spotify: „Týpa“

Hljómsveitin GDMA samanstendur af rapparanum Gabríel Werner og taktsmiðnum Degi Snæ.

Síðastliðinn 19. september gaf tvíeykið út lagið Týpa á Spotify (sjá hér fyrir ofan) en um ræðir fyrsta lagið sem sveitin gefur út eftir útgáfu plötunnar Falskur Fugl sem kom út í maí. 

Í samtali við SKE fyrir helgi sagði rapparinn Gabríel Werner að hlustendur mættu vænta fleiri laga frá sveitinni á komandi misserum: 

„Við erum að vinna í nokkrum lögum sem við erum við það að klára og stefnum að því að gefa út fleiri lög með stuttu millibili á næstunni.“

– Gabríel Werner

Hér fyrir neðan geta áhugasamir hlýtt á smáskífuna Falskur Fugl sem er einnig aðgengileg á Spotify. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing